Ragnar heiti ég og ætla að reyna að koma af stað umræðu um málefni sem mér finnst hafa verið sniðgengið alltof lengi.
Ég ætla vinda mér strax í mál málana og spyrjast fyrir um af hverju Íslendingar eru að festa sig í að vera spilarar í staðinn fyrir hönnuðir modda? Til hvers að vera áhorfandi þegar þú getur tekið þátt í stóra leiknum sjálfur?
Ég veit um svo marga hæfileikaríka einstaklinga í öllum þeim greinum sem þarf til að gera mod, svo sem modelling, texturing, skinning, mapping, coding og scripting.
Mod markaðurinn er alltaf að stækka og alltaf eru nýjar og nýjar “open-source” vélar að koma út. En samt finnst mér eins og hinn íslenski notandi ætli bara að sita og horfa á allar hinar norðurlandaþjóðirnar taka fram úr okkur á þessu sviði. Hvar er hið íslenska stolt?
Ég veit um tvö mod í gangi og ég er nokkuð viss um að það sé allt sem er í gangi þessa dagana. Fyrra moddið er Assassin modið fyrir Quake 3 og svo er hitt Megaman Total Conversion moddið fyrir Serious Sam.
Hvernig væri að stofna áhugamál á huga undir leikir sem einfaldlega héti bara Mod and TC´s, reyna að fá smá umfjöllun og vonandi ýta undir að hæfileikaríkt fólk myndi taka af skarið og byrja bara. Þetta er óendalega gaman og krefjandi.
Ég sjálfur er að vinna í Megaman Total Conversion moddinu en ég stofnaði það með Sigga “Luther”.
Hvað finnst fólki um þetta og þá sérstaklega umsjónarmönnum huga?
Því miður veit ég ekki hvort Assasin moddið sé með heimasíðu en Megaman er með “temp” gistingu á www.geocities.com/megamantc
Megaman síðan kemur upp í byrjun ágúst.
- Zeriaq
“Software is like sex, it's better when it's free.” - Linus Torvalds