Þetta er magnaður leikur sem er loksins kominn !!!
Fyrir þá sem vita EKKI hvað Anarchy Online er.. lestu áfram………..
En Anarchy Online er nýr MULTIPLAYER leikur sem maður ræður öllu.
Maður velur sér persónu, ræður 100% hvernig hún lítur út, fitumagn, hörundslit, tattú og miklu fleira. Þú ert á landi, Rubi-Ka eitthvað :) Mikil áhersla er lögð á góðan söguþráð…
Svo er þetta bara samfélag, kannski eins og Hugi.is - samfélag á netinu :)
En Anarchy er nokkurn veginn Hugi.is í mynd? Held ég, nema kannski bara áhugamálin, nei kannski er ég bara að bulla eitthvað.
Þið sem þykist geta “klárað” leiki á mjög fljótum tíma, þá tekur það sirka 4 ÁR ! já ég sagði fjögur (4) ár að klára leikinn. úff, þetta er eiginlega of stórt skref í leikjum.
Þetta er ekki það eina. Veðrið er gjörsamlega mismunandi, veðrið í Black & White var flott, rigningar og eldingar öðru hverju.. það er drasl miðað við þetta. Þarna geta komið hvirfilbylir, stormar og allt sem tengist veðri.
Og svo geturu talað við næsta mann, í öllum formum (held ég). Og bara sýnt líka svipbrigði, bros, leiður, hlæja, gráta og fl……
Þú rekst á skrímsli, geimverur og alls konar óvætti. Og þá er alveg jafngott að vera með góða galdrakunnáttu eins og vera með öflug vopn.
Leikurinn er sagður vera alveg GRÍÐARLEGA stór, enda tekur marga klukkutíma að labba frá einum enda Rubi-Ka til annars enda. Alveg eins og í alvörunni……
Það versta er bara að þurfa vera með hann í multiplayer, fínt að vera með ADSL þá, en fyrir hina sem eru með venjulegt 56.6 módem… þá hækkar símreikningurinn úr öllu valdi… og hann er þegar gríðarlegur ;)
Kveðja,
sigzi