Það er alltaf verið að tala um þessa skaðsemi tölvuleikja og þetta er oft tengt við vaxandi ofbeldi í samfélaginu. Ég var í dag í sakleysi mínu að elda mat og gera hann ready með útvarpið á og þar var verið að tala um ofbeldi í garð læknastéttarinnar og barsmíðar á læknum. Mín skoðun á þessu er sú að þeir sem eru að tunda þessar barsmíðar eru fólk sem er að biðja lækna um lyfseðils skylt dóp og þeir neita, þá verður ofbeldi oft niðurstaða hjá þessu fólki til þess að fá sýnu framgengt, því miður. Mér varð strax hugsað til þessara meinta Skaðsemi tölvuleikjana og beið eiginlega eftir því að þau tækju það inní myndina. En það gerðist nú ekki ,guð sé lof. En í sambandi við þessa skaðsemi eða spillingu eða hvað sem fólk vill kalla þetta . Þá er alltaf verið að kall til þennan og hinn sérfræðingin, það sama á við um sálfræðinga, atferlissérfræðinga, félagsvísinda menn o.s.f . ég vil als ekki gera lítið úr því sem þessir góðu menn hafa að segja, en mér hefur alltaf fundist eitthvað vanta og sem mikill tölvu og tækni áhugamaður þá áhvað ég að pæla aðeins í þessu en ekki bara segja að þetta væri rugl eða eitthvað þvíum líkt. Ég komst að því að það vantar yfirleitt eina skoðun með viti inní málið og fyrir mér skiptir hún höfuð máli í þessu öllu heila klappi, og það er skoðun unglinga og barna. Að vísu er stundum tekið viðtal við þau í fréttum og einhverju slíku en það eru yfir leitt ein til tvær verulega afmarkaðar spurningar, en það vantar alltaf fulltrúa unglinga og krakka þegar að þessar umræður fara fram svo sem í “Silfri Egils” og álíkum þáttum eins og “Kastljósinu”. Og það gleymist yfir leitt að spyrja okkur krakkana um það hvað við viljum. Mér fynst þetta dálítið vera þannig að ef að við erum ekki orðin 18 (helst vel á þrítugt komin) þá megum við/höfum við ekkert með málið hafa eða fara. Mér fynst þetta þurfa að breytast og ég hvet alla sem einhver völd hafa að gera eitthvað í þessu ef þeir mögulega sjá sér fært. Og gera það þá í samráði við þann markaðshóp sem á við, síðast þegar að ég vissi þá er það rétt markaðs tækni að hafa áhuga á því sem markaðshópurin segir hvort sem hann er 10-17 ára eða 45-50. Er það nú ekki þeir sem eiga að skipta máli í svona dæmum það er að segja markaðshópurinn eða í þessu tilfelli unglingar og krakkar.
Endilega commentið um þetta hjá mér .
Like i say that’s just one guy’s opinion
My opinion