Já, hver man ekki eftir því þegar nýjasta æðið voru RPG leikir með sama sjónarhorni og Diablo? Fyrirtækin hreinlega gerðu þessa leiki á færibandi og margar lélegar eftirhermur af hinum og þessum leikjum komu fram á markað einu ári á eftir orginalnum.
Þetta var í kringum 1998, en þá kom fyrsti Fallout leikurinn út, en hann var gerður af Black Isle Studios, einum handlegg Interplay samsteypunnar. Í honum tókstu þér ‘bólfestu’ í persónu eftir gríðarlega kjarnorkustyrjöld á 21. öldinni. Persónan er send til þess að bjarga ‘vaultinu’ sínu, en því miður gerðist einhvað slæmt við vatnskerfið þar á bæ og neyðistu til þess að sækja nýja Waterchip, en hana er ekki allstaðar að finna. Á leiðinni flæktust málin, því að ekki voru það bara sporðdrekar og rottur sem þú barðist við heldur bættust við seinna Super Mutants og fleiri vættir.
Það var hægt að gera bókstaflega allt í þessum leik. Þú gast slátrað liðsmönnum þínum, keypt þér hóru, tekið inn ólögleg lyf og slátrað litlum börnum með Minigun svo einhvað sé nefnt.
Ári síðar, 1999, kom framhaldið fyrir leikinn út. Fallout 2 tók söguna ennþá lengra, og leikur þú þá afkomanda persónunnar sem þú lékst í Fallout. Frábært framhald, þó svo að pökkunin sé ekkert nema ný saga og ný vopn, auk nokkurra viðbóta sem ekki fengu að láta ljós sitt skína í Fallout.
Fyrr á þessu ári kom út leikurinn Fallout Tactics: Brotherhood of Steel, en leikur sá kemur ekki frá Black Isle Studios eins og forfeður hans, heldur 14° East, en það er líka ein af hinum fjölmörgu deildum sem Interplay á.
Leikurinn er í sjálfu sér bara taktískur Fallout án eins djúprar sögu og Fallout og Fallout 2. Þar getur þú haft 6 persónur til þess að stjórna, ekki 1 persónu til að stjórna og örfáar til þess að elta þig eins og í fyrstu tveimur leikjunum. Fleiri vopn, meira ofbeldi etc. er það sem leikurinn gengur út á, frábær leikur sem að ætti að ganga fram af þeim leikjum sem taldir eru ógeðslegir í dag (hverjum langar ekki til þess að splattera tvíhöfða kýr frá degi til dags?)
Allir leikirnir eru gerðir með hið ‘interplayíska’ S.P.E.C.I.A.L. kerfi sem fyrirmynd. Að lýsa þessu kerfi er vel flókið og þess vegna ætla ég ekki að fara meira út í það hérna, þannig að ef fólkinu sólgnar í að vita meira um það eftir lesturinn getið þið nálgast Fallout & Fallout 2 saman í pakka niður í Skífu.