Jæja, þá er GBA komið til landsins. Ég mætti niður í Bræðurna
Ormsson daginn sem það kom með vini mínum og við
testuðum Tony Hawk 2 og fleiri leiki. Tony Hawk 2 var samt
besti leikurinn , hann jafnaðist nærðum því við PSX útgáfuna
hvað varða grafík.
Svo kom afgreiðslukallinn með annað stykki og við tengdum 2
GBA saman of fórum í 2 player í framtíðarkappaksturleiknum
F-Zero. Það var frábært, samt er mögulegt að tengja 4 tölvur
saman.
GameBoy Advance er með 32 bita örgjörva og það er 4 sinnum
betra en GameBoy Colour (Samt er hún léttari). Hún getur líka
byrrt 32000 liti.
Tækið kostar 16990kr sem er mjög dýrt og leikirnir kosta um
5000-6000kr. Ef þú verslar tækið inn hjá Bræðurnum Ormsson
þá færðu kort sem veitir þér 20% afslátt alltaf þegar að þú kaupir
þér leik þar.
Framtíðarleikir á þessu tæki verða s.s Mario Kart , Zelda og allir
hinir leikirnir frá hinum ýmsu framleiðendum. í framtíðinni
verður hægt að vafra um á netinu á þessu fábæra tæki. Svo
verður hægt að tengja það við væntanlegu leikjatölvunni frá
Nintendo GameCube. Nintendo á litla eða enga samkeppni á
lófatækjamarkaðnum og því býst maður við að tækið lifi í mörg
ár.

Takk fyrir.