Opperation Flashpoint væntanlegur
Nú er að koma út í Evrópu leikur sem heitir “Opperation Flashpoint” og er leikurinn nokkurskonar stríðs simulator og er mjög flottur og vandaður í alla staði. Ég “downloadaði” “demóinu” af netinu og spilaði það mörgum sinnum í röð og svaf ósköp lítið um nóttina. Leikur er byggður á því þegar Kalda stríðið fer úr böndunum og stríð skellur á milli Bandaríkja og klofnaðar stjórnar Rússa. Það sem mér finnst flottast við leikinn er að nú ertu ekki að spila einhverja ofurhetju sem getur tekið tuttugu kúlur og stendur enn í góðu sprelli, heldur ertu bara hinn meðal Jón Jónsson(John Doe) niðrí bæ og ert alveg jafn veikur fyrir byssukúlum eins og flestir aðrir, þarna þarf að gleyma öllu um hetjuna sem maður er alltaf vanur að spila og læra að spila með allri sveitinni þinni því annars endaru eflaust sem ormafæða. Leikurinn býður uppá 3 stór campaign og mission editor ásamt miklum multiplayer eiginleikum. Hann býður líka uppá þá möguleika að vinna sig upp um stöður og að stjórna þyrlum, flugvélum, skriðdrekum og ýmsum öðrum ökutækjum. Ég vildi bara vekja smá athylgli á þessu og vonast eftir net menningu í kringum þennann leik hérna á Íslandi, Demóið er hægt að nálgast á http://www.codemasters.com/index2.htm og mæli ég með að sem flestir ættu að prufa.