Flest okkar sem spilum leiki og/eða nördumst í heimi tölvna og internets og söfnum bólum í stað þess að vinna markvisst að andlegri og líkamlegri fullkomnun (og fá, vis-à-vis, drætti hjá fallega fólkinu), könnumst við hvernig leikir (og auðvitað aðrar vörur, en samt einkum og sérílagi leikir) eru oft útúrhæpaðir og oflofaðir af einhverju skítmúruðu og drellifínu PR-fólki, sem fær borgað fyrir að sykurstyrkja veikar vörur í sessi, sem það oft hefur ef til vill ekki hundsvit á.
Hérna hef ég ykkur til gagns og gamans tekið nokkra algengustu frasana og “afkóðað” þá skref fyrir skref.
Quote: “No two gamers will have the same experience. If you talk about this game with a friend, it'll be like you were playing completely different games.”
VIÐ FYRSTU SÝN: Vá, spennó, svona “open-ended” leikur, sem hægt er að spila aftur og aftur! Mætti halda að hönnuðirnir hefðu beislað sjálfa óreiðukenninguna við gerð leiksins!
RAUNVERULEG MERKING: Í Super Mario Brothers gat maður kannski hlaupið á einhverjum stað og hoppað yfir og framhjá skjaldböku. Vinur manns hljóp hinsvegar kannski beint á skjaldbökuna, án þess að hoppa. Hvað heyri ég svo? Þriðji vinur minn hljóp og hoppaði ONÁ skjaldbökuna? Þvílíkir galdrar maður…
Quote: “The game should be about 80 hours long for most gamers. Our best testers managed to beat it in 60.”
VIÐ FYRSTU SÝN: Stór og mikill leikur sem maður fær fyrir peningana. Vissara að kaupa hann, amk frekar en að leigja á vídeoleigu eða eitthvað.
RAUNVERULEG MERKING: Leikjaprófararnir fá greitt á klukkutímann. Leikurinn mun taka þig 5 klst í mesta lagi, 3 klst ef þú sleppir öllum díalóg og óþarfa kjaftæði.
Quote: “(name of title) is a (genre) game with stealth-based elements that blend seamlessly to create an experience unlike anything you've ever seen.”
VIÐ FYRSTU SÝN: Ókei, þetta er enginn venjulegur hasarleikur, maður verður að notfæra sér leynd og hljóðlátar hreyfingar í aðstæðunum sem upp koma í leiknum. Þetta verður raunverulegt, og spennandi án þess að hægja neitt á leiknum.
RAUNVERULEG MERKING: Hvað um það þótt þetta sé fótboltaleikur, “stealth” í titlum er virkilega að selja þessa dagana, og ef leikmaðurinn er látinn fela sig bakvið skápana í búningsklefanum meðan þjálfarinn á leið hjá skorum við pottþétt feit stig af samanburðinum við Splinter Cell.
Quote: "It's a little bit like [mega successful franchise] meets [other mega successful franchise] but with our own twist.“
VIÐ FYRSTU SÝN: Kúl, þetta verður blanda tveggja mjög vinsælla leikja, þannig að maður fær það sem allir vilja, en með orginal auka stöffi!
RAUNVERULEG MERKING: Leikurinn verður óspilanlegt drasl, sem kannski eða kannski ekki líkist leikjunum sem hann ”dregur sér innblástur frá“, en eitt er víst, allir gallarnir úr þeim leikjum verða til staðar.
Quote: ”We went back to the previous titles in the series and took out the elements that really made those games what they were, then we refined them and refined them. The outcome is (name of game), a truly innovative game that sticks to its roots.”
VIÐ FYRSTU SÝN: Í staðinn fyrir að gefa út nákvæmlega eins leik og áður þá verður þessi glænýr frá grunni, en byggir samt á því sem gerði fyrri leikina í seríunni vinsæla.
RAUNVERULEG MERKING: Eini leikurinn sem gefinn var út í seríunni sem ekki var einföld eftiröpun á fyrirrennurunum seldist ekki nógu vel, þannig að núna ætlum við bara að gefa út eftiröpun á fyrirrennurunum.
Quote: “It's a sequel to last year's bestselling game, with an all-new engine and great new features!”
VIÐ FYRSTU SÝN: Við ákváðum að breyta og bæta öllu í gamla leiknum og gefa út framhald glænýju, stórskemmtilegu innihaldi.
RAUNVERULEG MERKING: Sami leikurinn, á sömu grafíkvélinni, með nokkrum lélegum viðbótum sem eru morandi í bugs, og kannski nokkur ný borð sem eru ekki eins góð og þau gömlu.
Quote: “…with advanced artificial intelligence that learns as you play, which pushes the frontier of real-time strategy games!”
VIÐ FYRSTU SÝN: Leikjahönnuðirnir vörðu miklum tíma og orku í búa til flóknar gervigreindarformúlur með “Turing-prófið” að leiðarljósi, svo manni líði sannanlega eins og maður sé að spila við raunverulega manneskju.
RAUNVERULEG MERKING: Hönnuðurnir leyfa tölvugervigervigreindinni að svindla og map/wall hacka, svo þeir vita alltaf hvar maður er, og hvar base-in manns eru og senda litlar grúppur eða stök unit gegn manni. Enda vita þeir svosem að allir fá fljótt leið á single player og spila brátt einungis í fjölspilun.
Quote: “We've listened to what gamers are saying, and we're going to deliver. Gamers know what they want.”
VIÐ FYRSTU SÝN: Leikjafyrirtækinu er raunverulega annt um viðskiptavini sína og óskir þeirra, og í staðinn fyrir að halda fast í einhverjar hönnunarhugmyndir taka þeir uppástungum almúgans af alvöru.
RAUNVERULEG MERKING: Leikjafyrirtækið rak besta hönnuðinn sinn. Í stað raunverulegrar stefnumörkunar í hönnuninni verður leikurinn þessvegna togaður sundur og saman af milljón mismandi hlutum sem misgáfað fólk vill í leikjunum sem það spilar. Vonandi verður gaman að frábærlega skrifaða, en jafnframt fullkomlega open-ended raunsæislega en samt over-the-top 1stu-persónu-RPG-skotleiks lestarherminum…
Quote: “X is a character with a lot of personality and a definite edge to , as well as an air of mystery that will keep gamers intrigued. Players can expect to see more of X in the future.”
VIÐ FYRSTU SÝN: Vá, heilt teymi súper-frjórra handritshöfunda var í marga mánuði að skapa persónuleika aðalsöguhetjunnar, og bakgrunnssagan er nægilega mikil til þess að endast í nokkra leiki í viðbót!
RAUNVERULEG MERKING: Aðalsöguhetjan er sköllótt ef hún er karlkyns, en hefur gríðarstórar túttur ef hún er kvenkyns. Hvað varðar bakgrunnssöguna þá bullum við hana bara upp eins og okkur hentar og gerum okkur sennilega þrisvar sinnum tvísaga á fyrsta klukkutímanum. Markaðsdeildin er samt búin að veðja á að þessi karakter verði næsta stóra dæmið, þannig að við erum þegar byrjaðir að gera leiki sem eiga að koma út í sumar og um jólin.
Quote: “This game combines incredible quality with incredible value!”
VIÐ FYRSTU SÝN: Fullkomlega sambærileg grafík og spilun eins og í stóru, big-budget leikjunum, en fyrir langtum minna verð!
RAUNVERULEG MERKING: Þessi öhömurlegi óspilanlegi leikur var skrifaður af nokkrum óánægðum indverskum forriturum í frítíma sínum, fyrir budget upp á þrjár Rúpíur og hálfétna Sómasamloku. Gæðayfirferðin var í höndum vinar okkar sem “veit sitthvað um tölvur” og kynninguna er næga að finna utan á umbúðunum marr…
Quote: “We've made minor refinements to this edition but gamers can expect the true gaming they love”
VIÐ FYRSTU SÝN: Þeir sem hafa áhyggjur af þróun leikjaseríunnar geta andað léttar, vitandi að stefnunni verður ekki breytt mikið, en geta í staðinn glatt sig við tæknilegar uppfærslur.
RAUNVERULEG MERKING: Aðdáendur, þið getið borgað okkur 5000kallinn og étið síðan skít meðan þið rúnkið ykkur yfir 2 nýjum karaktermódelum og/eða vopnum.
Quote: “State of the art physics engine adds new depth to gameplay”
VIÐ FYRSTU SÝN: grafík-vélin verður ótrúlega þróuð í því hvernig við getum juðast á hlutum í leiknum á allavegu, eins og í raunheimum.
RAUNVERULEG MERKING: Fyrstu 2-3 borðin verða uppfull af sýnidæmum um stórfengleik eðlisfræðinnar í leikforritinu, en síðan nýtist hún ekki til neins nema að sjá óvini krumpast sannfærandi niður á gólfið, eða til að ýta einhverjum kassagörmum/tunnum á hliðina.
Quote: “We saw what people liked in the old series and…”
VIÐ FYRSTU SÝN: Hönnuðirnir spiluðu gömlu leikina og grennsluðust fyrir um hvað aðdáendunum fannst best við þá.
RAUNVERULEG MERKING: Til þess eins að fjarlægja allt sem fólki fannst gott og gilt, og koma með civIII og call to power í staðinn.
Quote: “Featuring X exciting levels! Destroy your enemies with X unique weapons! Drive X new and fun vehicles!”
VIÐ FYRSTU SÝN: Við höfum skapað fjölbreytt, spennandi umhverfi fyrir þig til að spila í, þar sem þú þarft að nota mörg mismunandi vopn og farartæki til að sigrast á óvinunum.
RAUNVERULEG MERKING: Þessi leikur er blátt áfram hörmulegur, fyrst við þurfum að auglýsa hversu mörg borð eða byssur eru í honum er það sennilega vegna þess að það er ekkert annað áhugavert við hann.
Quote: “We've kept the depth of the tactical combat that made game great, but simplified the controls and moved the into a new realm.”
VIÐ FYRSTU SÝN: Leikmenn verða að læra þau smáatriði sem fylgja raunsæjum skotleikjum, en með færslunni yfir í glænýtt umhverfi/setting fá þeir nýjan flottan leik sem höfðar til fleira fólks.
RAUNVERULEG MERKING: Leikurinn missir alla tengingu við að vera “raunsær”, en minnir þess í stað á einhverskonar kitsch útgáfu af Galaga, en án tactical elementsins, og skemmtunarinnar. Og leikurinn lítur líka hörmulega út.
Quote: "This game has over X [feature]s!“
VIÐ FYRSTU SÝN: Þessi leikur hefur meira en X features.
RAUNVERULEG MERKING: Leikurinn hefur NÁKVÆMLEGA X+1 features.
Quote: ”Train your skills at home with our deadly bots, then join our online community to take on human opponents from around the world!“
VIÐ FYRSTU SÝN: Fyrst þjálfarðu hæfileikana gegn tölvunni, en síðan kemur tími til að prófa sig áfram gegn mennskum andstæðingum hvaðanæva að.
RAUNVERULEG MERKING: Bottarnir fylgja fyrirfram ákveðnum rútínum sem auðvelt er að skilja, en það skiptir engu máli þar sem þeir hitta 100% í hvert sinn, með hvaða vopni sem er, og vita að auki alltaf nákvæmlega hvar maður er. Þegar svo farið er online er maður uppnefndur ”faggot n00bie“ af fólki sem spilar leikinn svarthvítt án nokkurrar grafíkur og felur sig í ósýnilegum vanköntum í borðinu.
Quote: “The much anticipated expansion pack for…”
VIÐ FYRSTU SÝN: Sjitt, loksins marr, kemur viðbótin sem allir eru búnir að vera að bitcha um á spjallþráðunum á síðu leiksins, með uppfærslunum og plástrunum sem leikinn er búið að vanta í heilt ár síðan hann kom út!
RAUNVERULEG MERKING: Þú ert látinn borga þrjú þúsund kall fyrir hvorki-né viðbótarpakka fullan af drasli sem auðveldlega hefði verið hægt að gefa út sem ókeypis download, og yfirleitt vantar marga af plástrunum sem raunverulega er þörf á.
Quote: “Downloadable content available through our website!”
VIÐ FYRSTU SÝN: Það verða í sífellu gefin út ný borð, ný fjölspilunarborð, og fleira og fleira eftir að leikurinn kemur út, svo að 5000 kallinn er traust fjárfesting.
RAUNVERULEG MERKING: Við sendum út plástur sem lagar crash-villuna sem gerir leikinn óspilanlegan um það bil þrem vikum eftir útgáfudag, með von um að enginn sé ennþá á 56k módemi þar sem um verður að ræða 186mb download. Ennfremur er það von okkar að leikmennirnir gerist duglegir við að dunda sér við eigin moddun og/eða borðagerð, þar sem við útgefendurnir munum ekki standa í neinu slíku. En það verða nokkur cool wallpapers hérna til að niðurhala!
Viljiði fleiri?? ég gæti skrifað í allan dag hérna…