Ég keypti nýja Prince of Persia leikinn í gær og ætla að skrifa smá um hann. Ég þarf líka aðstoð með svolítið, en það kemur seinna.
Sagan gerist 5-7 árum eftir lok Sands of Time. Þegar prinsinn bjargaði höll furstans í lok síðasta leiks bjó hann til rifu í tímalínuna. Þessi rifa orsakaði það að skrímsli sem kallast “The Dahaka” varð til og hafði þann eina tilgang að enda líf prinsins. Prinsinn er orðinn töluvert “darker” vegna lífs hans á stöðugum flótta undan hinu ósigrandi skrímsli. Hann gerir eina lokatilraun til að bjarga lífi sínu og heldur til eyju tímans (Island of Time) og ferðast þaðan í fortíðina til að hindra að sandurinn verði nokkurntíman til. Ég ætla að reyna hafa þetta spoiler laust, þannig að ég skrifa ekkert meira um söguna.
Leikspilunin hefur breyst síðan í SoT og er núna meira um bardagana en áður. Prinsinn getur nú verið með tvö vopn, þar af eitt primary sem þú skiptir ekkert um þar til þú færð betra, og svo secondary sem þú getur tekið upp af hvaða vopnaberandi andstæðingi sem er. Þú getur kastað þessum secondary vopnum og einnig gert sérstaka combos og brögð. Prinsinn er jafn fimur og áður og hefur líka lært nokkur brögð í þeim flokki. Nú getur hann t.d. hægt á falli sínu með því að rena sér niður eftir veggteppi, getur hoppað yfir/á/af andstæðingunum á marga vegu og margt fleira.
Annað nýtt í þessu er að þú keppir meira við mennska andstæðinga, ekki bara sandskrímsli og þú getur læðst upp að vissum andstæðingum til að drepa þá auðveldlega. Prinsinn hefur nefninlega lært nokkur brögð til að drepa andstæðinginn aftanfrá og má nefna að hann getur kyrkt þá þar til þeir verða nógu máttfara, tekiðs svo vopnið þeirra og sker af þeim hausinn. Sumir andstæðingarnir geta líka hlaupið meðfram veggjum, labbað á mjóum rimum og fleira líkt og prinsinn. Þessir óvinir geta verið hvimleiðir og er best að losa sig við þá sem fyrst.
Nú að lokum vill ég spyrja þá sem eiga þennan leik. Ég prófaði að minimiza leikinn og þegar ég fór aftur í hann þá hrundi hann. Ég restartaði tölvunni og loadaði leikinn minn. Þegar leikurinn byrjaði svo brá mér svolítið. Prinsinn hafði breyst í eitthvað sandskrímsli. Ég skoðaði trailer af leiknum og þá sá ég þetta sama skrímsli kasta einhverri exi í prinsinn. Þetta er bara skuggaútgáfa af prinsinum og getur gert allt sem hann getur, en hann missir stöðugt líf. Hann missir það hægt og hættir að missa þegar hann er kominn í u.þ.b. 1/4 af hringnum. Hinsvegar er kosturinn við hann að hann regeneratar sand og getur maður notað hann næstum endalaust fyrir vikið. Leikurinn er samt allur í rugli og hann heldur ekki eðlilega áfram. Ég prófaði að skoða walkthrough fyrir leikinn og þá var dót búið að gerast hjá mér sem átti ekki að gerast fyrr en seinna í leiknum og ég er gersamlega fastur. Hefur þetta gerst hjá einhverjum öðrum?