og inniheldur gamla DOS-leiki, sem allir geta download-að, frítt. Þetta eru allt leikir
sem hætt er að selja. Þarna eru leikir eins og Legend of Kyrandia, UFO Enemy-unknown,
Civilization 2, Simcity 2000, og á þriðja hundrað í viðbót.
Það eru líka ýmis forrit tengd DOS hugbúnaði á síðunni.
Á hverjum degi er settur inn minnst einn nýr leikur, og allir ættu að finna sér eitthvað
við hæfi. Það er skrifuð umfjöllun um hvern leik, og síðan er á nokkrum tungumálum, og
svo er verið að þýða yfir á fleiri mál.
Á síðunni er starfrækt forum, þar sem fólk getur rætt leikina, fengið hjálp, eða talað í
rauninni um hvað sem er. Alveg frábært samfélag fólks sem hefur sama áhugamál: Dos leikir.
Ef einhver þarf hjálp, er alltaf einhver sem getur rétt fram hjálparhönd. Brjálæðislega
þægilegt (og gaman!)!
Margir leikjanna virka ekki með Windows XP, og er þá best að spila þá í DOSBox. Það hermir
eftir gamla DOS kerfinu, og er forritið fáanlegt á síðunni. Það kemur fram við hvern leik
hvort að hann virki í XP eða hvort að það þurfi DOSBox. Og fyrir þá sem þurfa hjálp við
forritið, þá er gott að leita á forumið ;)
Ég mæli eindregið með þessari síðu, það er gott viðmót, frábærir leikir, hjálpsamt starfsfólk
og góður andi! Einnig er hönnunin að mínu mati alveg frábær! Endilega kíkið ;)
Slóðir:
http://www.abandonia.com
http://www.abandonia.com/forum
…