Neverwinter Nights Sælir hugarar

Hér ætla ég að skrifa um og gagnrýna Neverwinter Nights, þann fyrsta í Neverwinter Nights seríunni.


Neverwinter Nights er ekkert mjög nýr leikur, frá 2001 en hann er samt mjög góður og til eru 3 Neverwinter Nights leikir, upphaflegi leikurinn og svo 2 viðbót. Sumir þekkja kannski Neverwinter Nights en fyrir þá sem ekki þekkja hann, þá er þetta snilldar leikur fyrir alla sem spila RPG leiki og líka fyrir alla aðra. Í Neverwinter Nights er stór og mjög flottur söguþráður. Leikurinn er keyrður á svipaðri vél og flestir rpg leikir, maður sér svona ofaná kallinn og það er hægt að zoom-a allveg að og verð ég bara að segja að þessi grafík er mjög góð miðið við svona stundum hraðan og öflugan leik.En svona “basic” um hann þá býrð þú þér til kall í byrjun leiksins og þú getur valið um helling af “class” t.d. fighter, druid eða bard. Svo eru sko allveg óteljandi hlutir og vopn sem hægt er að kaupa og selja, og líka er hægt að leigja svona henchman sem er bra svona maður sem að maður borgar og þá eltir hann mann alltaf og hjálpar manni með allt. Þessi leikur er bygður á Dungeons and Dragons tækninni og er hún rosa flott. Ef þú villt þá getur þú líka gert svona aukaverkefni með söguþræðinum t.d. að fara með eitthvað dót til annars manns. Svo eru nátturlega galdrar og skrímsli og goblins og allt það líka en svo er líka hægt að spila leikinn on-line og er til íslenskur server fyrir hann. Það fylgir líka með leiknum mjög sniðugt forrit sem heitir Neverwinter Aurora Toolsat með þessu forriti getur maður búið til sinn eigin heim með verkefnum og bara öllu. Þessi leikur er semsagt eiginlega endalaus útaf on-line spilinu og líka útaf maður býr bara til ný og ný verkefni. En samt er upphaflega single-player-ið mjög langt það er yfir 60 klukkutíma sem telst nú nokkuð gott.

Ég gef honum:

Grafík: 8 Hljóð: 9 Spilun: 10 Söguþráður: 9