18 Wheels of steel     Across America 18 wheels of steel er leikur þar sem þú ert í hlutverki trukkaökumanns og rekur þitt eigið fyritæki og ert í samkeppni við hin flutningafyritækin. Hægt er að kaupa nýja trukka eða bara laga gamla trukkinn aðeins til. Ef þú nennir ekki sjálfur að keyra þá geturðu ráðið ökumenn sem keyra það fyrir þig..þetta er svona eins og blanda af tycoon og 3D hermi.

Landvæðið er mjög stórt og vandað(að mínu mati) þú tekur t.d. að þér verk í Boston að flytja ljósaperur til Los Angeles og ef þú keyrir á eða eitthvað þá skemmast vörurnar og það sem skemmist er dregið af laununum þínum. Á leiðini á áfangastaðinn þarftu að taka bensín, fara í gegnum tolla og láta vigta hjá þér trukkinn og passa þig á lögguni að hægja á þér þegar þú sérð löggu. Það breytist veðrið, og það kemur nótt og dagur en þú þarft alltaf að skila af þér sendinguni :) .
Þó að þetta virðist leiðilegt þá er þetta það ekki það er aldrei neinn dauður tími alltaf eitthvað að gerast.

Að mínu mati þá er þetta einn af besti leikjum sem ég hef prófað(er búinn að skrifa greinar um hina) og endilega þeir sem hafa eitthvern áhuga á svona leikjum ættu að kynna sér meira um hann eða bara kaupa hann.


Einhver sagði að þegar ég skrifaði grein hérn eitthverntímann að það væri sniðugt að hafa svona linka þannig að ég geri það bara aftur:

Leikinum er hægt að downloada og prófa fulla útgáfu af honum hér(virkar í 1klst) og eftir það geturðu keypt þér leikinn fyrir aðeins 20$= 1.420kr ISK.

Downloada leik(trial) sem er EKKI innanlands:
http://fe.trymedia.com/dm/valusoft/60m_d_v10_a51/3dg_com/18Wheels_of_Steel.exe


Screenshots:
http://www.valu-soft.com/products/18wheelsamer.html




Ég gerði ÖRUGGLEGA fullt af STAFSETNINGAVILLUM en ekki vera neitt að tala um það.
En endilega bæta eitthverju við eða leiðrétta mig.
Kv. Pottlok