Heaven's Got A Hitman
Þessi leikur er einn svalasti leikur ever, uppáhalds leikurinn minn eins og er, er samt ekki á leiðinni að fara að klára hann strax aftur en bíð spenntur eftir aukapakkanum sem við búumst við í vetur sem mun heita Battle Through Hell.
Leikurinn byrjar þannig að aðalsögupersónan og konan hans deyja í bílslysi þegar þau eru á leiðinni að fara að halda uppá afmæli konunar en aðskiljast á leiðini til himna. síðan áður en þú veist af ertu í samtali við sendiboða Guðs og segjir hann þér að himnaríka þarfnist hjálpar þinnar við að berjast við her Lucifers einhversstaðar milli himnaríkis og helvítis og það munnt þú gera þú skítur þig í gegnum þvögum af uppvagningum, draugum og allskyns skrímsli og í leiknum þarftu að drepa 4 hershöfðingja Lucifers og að lokum Lucifer sjálfan.
mér finnst þetta vera mjög skemmtilegur leikur, heillandi söguþráður og alvöru action í þessum leik þarftu ekki mikið að hugsa bara að skjóta rétt eins og í mörgum þessum gömlu leikjum eins Duke Nukem 3D, Shadow Warrior, Doom leikjunum og gamla góða Quake.
Í þessum leik er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt td. Safnað svökölluðum Black Tarot spjöldum þau getur notað þér til gangs en ég verð nú að viðurkenna að ég fékk ekki mörg svoleyðis því ég nennti ekkert að vera að skemma stemminguna með því að nota bara eina byssu, finna alla leynistaðina (treystu mér það er erfitt ég fann fullt af góðum stöðum sem mér fannst vera tilvalnir leynistaður en ekkert secret area þar NEI þessir leynistaðir eru of leynilegir fyrir mig), safna öllum eða safna eingum sálum og eikka slíkt.
Já og varðandi við sálirnar ef þú safnar 66 sálum ferðu í svokallað Demon Morph mode og þá getur þú sallað kallana niður. já og þessi leikur býður uppá multiplayer en ég hef ekki prufað það sjálfur en hef séð screenshot úr því og það virðist mjög flott. Já og einu má ég alls ekki gleyma þið verðið að spila leikinn allavega í Insomnia það er paslegt því Daydream er alltof létt og býður heldur ekki uppá Black Tarot spjöldin. Ég hef að sjálfsögðu ekki prufað nærri því alla leikina á markaðnum en ég held mér leyfist að fullyrða að þessu leikur er lang svalastur. Ég myndi segja að þetta væri leikur sem ekki má missa af.
…