Romancing SaGa 3 er einn hlutverkaleikjanna sem knomst aldrei í þýðingu yfir í ensku, þessir leikir eru nú þýddir af áhugamönnum (aðallega ‘könum) með afnotum á vélhermum.
Allavega, jafnvel þó leikurinn sé eldgamall er hann enn í notkun hjá mörgum, aðallega vegna þess að hann er enn rosalega góður, sagan er ekki í beinni línu og þú færð ekki sérstakann punkt til þess að stefna að en það er einmitt það sem gerði hann svo skemmtilegan, grafíkin sést varla betri miðað við tímann sem leikurinn var gefinn út og bardaga kerfið er engu líkt; það er hvorki EXP né þú þarft að berjast með ákveðinni aðferð til þess að hækka ákveðin stig (notar öxi, axar stigin hækka, notar sólar galdra, sólargaldra stig hækka) ásamt því að HP hækkar stöðugt með hverjum bardaga.
Ef þú ert með character sem er aðallega bardagalega sinnaður geturðu aukið á fjölbreytni með því að nota techs í staðin fyrir að vera alltaf að gera sömu árásina, (það getur orðið leitt MJÖG fljótt) en til þess þarftu bæði að uppgötva techið og hafa nóg Tech Stig, svo þarftu að ’mastera' hana til þess að rýma fyrir önnur tech.
Jafnvel þó þú byrjir bara með einn karakter er hægt að ná í fleiri gegnum quests eða líka bara með því að leita að manninum með skrítnu hárgreiðsluna.
Þessi leikur er gerður af Square (nú Square-Enix) sem hefur fært okkur gæða hlutverkaleiki eins og Final Fantasy seríuna og Chrono Trigger og þýdda (af áhugamönnum) leiki eins og Bahamut Lagoon og Live A Live.