-hvernig á að drepa alla 5 enda bossana í painkiller-

Fyrst ættla ég að byrja á því að segja að þeir sem ættla að spila þennan leik, en hafa ekki spilað hann, ættu ekki að vera lesa þetta, því eyðileggur spennuna ;)

Ég er bara að skrifa þetta til þeirra sem eru að spila þennan leik, njóta þess, en eru að verða geðveikir yfir því hversu erfitt það er (í sumum tilfellum) að vinna þessa gaura.

0.gaurinn við eldpyttinn: ok, þessi er ekki endilega fyrsti, en í einu borði kemur þessi stóri gaur sem ekki með neinum móti er hægt að drepa með vopnum. Fyrir aftan hann er stór eldpyttur sem þú mátt auðvitað ekki fara oný því þá steikistu eins og kjúkklingur :P en beint fyrir ofan þennan eldpytt kemur svo hálf lögð brú sem er rétt fyrir ofan miðjan pyttinn. Þegar litið er upp í loftið má sjá einhverja skríttna stjörnu. Í miðju stjörnunni er gat, en fyrir gatið eru trédrumbar sem búið að er festa. Skjóttu þá, svo það kemur svona birta beint ofaná pyttinn og rétt við endan á stein-brúnni. Fáðu stóra gaurinn til að elta þig þangað inní ljósið, svo þegar hann er alveg að verða kominn að þér á endanum á brúnni, skalltu hoppa yfir á lítin stall sem er rétt til vinstri beint á móti brúnni og þar geturu labbað upp stiga. Stóri gaurinn steikist og þú getur klárað borðið.

1.þetta er alfyrsti bossinn: Það liggur eiginlega í augum uppi hvað þú átt að gera til að drepa þennan gaur… skjóttu hann bara helling! :D ..lætur undan á endanum ;)

2.Þessi fannst mér vera pinu pirrandi! ég var smá stund að fatta þennan sjálfur. Það sem þú átt að gera er að skjóta allar kúlurnar sem koma uppúr drullunni svo þær springi.. þegar þú ert búinn að skjóta á allar svo þær séu allar í ljósum loga fer þessi leðju gaur að hittna.. á meðan hann lítur þannig út áttu að skjóta á hann eins of og mikið og þú getur, tekur eftir að lífið hans fer fækkandi, en hann slekkur samt alla eldanan niður á svona 1 min, en þú getur endurtekið ferlið til að drepa hann alveg.

3.Stóri gaurinn með kylfuna: Þessi gaur er kannski ekki mjög seinfattaður.. það liggur hálf í augum uppi hvað á að gera.
Fyrst það virkar ekki að skjóta hann, áttu að nota allan skot-kraft í kylfuna hans alveg þangatil að hún er farin.
þegar þú ert búinn að eyðileggja kylfuna hans áttu að skjóta á hann þar sem hann er algerlega óvarinn öllu, nema þegar hann slær niður á jöðrina og allt feikist til og frá.
(…smá tip; Þegar hann er að lemmja í jörðina skalltu hoppa á sama tíma og hann lendir, því þá hoppar þú ekki með öllum steinum og drasli uppí loft og missir ekkert líf…)

4.Alastor(fljúgandi huge skeppna): Hann Alastor er kannski erfiðasti Bossinn (mitt álit).. fyrst byrjaru á því að skjóta hann þegar hann flýgur yfir þig og reynir að klófesta þig, en þegar það er búið, mun hann fljúga og lenda oná turninum og brjóta þar með eina hæð. Hann heldur áfram að gera þetta nokkrum sinnum og í hvert skipti sem hann brýtur eina hæð og lendir á næstu, fyllist lífið hans.
Þegar hann er kominn á seinustu hæð og þú ert búinn að eyða öllu lífinu hans, gengur hann í miðjuna á turninum og endurhleður líf sitt með þessum styttum í kringum sig, en þegar hann gerir svo, skalltu skjóta stytturnar. þegar þú ert búinn að því getur hann ekki hlaðið líf sitt og þú getur klárað hann.

5.Lucifer (Seinasti Bossinn): Þessi er mjög léttur skal ég segja þér! þú byrjar í helviti þar sem þessir djöfla gaurar birtast endalaust og deyja við eitt skot.
en eftir að þú ert búinn að spila þig áfram í svona 5 min, birtistu á öðrum stað þar sem lucifer er.
Þú verður í “Devil mode” allan tíman sem þú berst við lucifer, svo þú getur ekki notað vopn.
En til að drepa Lucifer þarftu aðeins og endurkasta einum steini sem Lucifer lætur falla á þig, svo þegar steininn hittir hann, reynir hann að kasta sverðinu sínu í þig.
Þegar hann gerir það skaltu miða á sverðið og skjóta því beint tilbaka í hann og við það deyr Lucifer.. ekki mjög erfitt er það? :/


Ég vona að þessar upplýsingar hjálpi einhverjum sem lendi í erfileikum í þessum leik :)

HumanTorch kveður.