En ekki óttast, hann ég er kominn til þess upplýsa ykkur.
14.apríl í höfuðstöðvum NVIDIA í Santa Clara var haldin þó nokkur samkoma þar sem tölvunördar af öllum stærðum og gerðum komu saman.
Enginn var í raun viss um hvað NVIDIA hafði í hyggju að kynna þeim þann daginn þó flestir voru vel vissir um það að ný gerð þrívíddarkorta myndi líta dagsins ljós.
Nördar og margmenni voru búnir að koma sér vel fyrir í stórum salnum og einblíndu spenntir á svið þar sem fjölmargir skermir sýndu merki NVIDIA.
Hress kynnir steig loks á svið og kynnti sig, hann hélt því statt og stöðugt fram meðan hann þakkaði hinum og þessum aðilunum að þetta sama kvöld ætluðu þeir að ‘Blow their minds’, ‘Drench their senses’ og fleira í þeim dúr.
Eftir nokkra eldfima brandara og loforð um ofangreinda hluti var komið að einum tæknimanna NVIDIA að koma á svið sem var mjög þægilegur kynnir að mínu mati, hann hreppti þann heiður að kynna nýjustu og öflugustu gerð þrívíddarkorta NVIDIA og þó víðar væri leitað.
GeForce 6800 er langstærsta stökk NVIDIA hvað varðar kraft og hraða, reyndar jafngildir þetta stökk nær áratugi af þróun miðað við hefðbundna þróun í geiranum.
Geforce 6800 ber margar nýjungarnar og má þar nefna að það hefur hvorki meira né minna en 16 ‘pípur’ (þrívíddarkort vinna með þessum pípum) sem er margfalt fleiri en þau gömlu höfðu að geyma (sirka 4-8).
Einnig hefur hver og ein þessara ‘pípna’ tvöfaldann hraða og kraft á við gamlingjana.
Svo ber að nefna einn fítusinn sem kortið geymir og það er ‘shader Model 3.0’ sem gefur forriturum og leikjahönnuðum nær ótarkmarkaða möguleika,
með hjálp þess er kortið t.d. gríðarlega vel í stakk búið til þess að kljást við allra flottustu leikina sem skarta skuggavélum og flottri graffík.
'Image quality' eða einfaldlega ‘útlit og skýrleiki’ leikja er stóraukinn en hraði þeirra er engu minni,
því er í raun langt frá þar sem flestar athuganir og prófanir leiða það í ljós að frame rate sem er gróflega hraði í tilteknum leik er TVÖFALDAÐUR á GeForce 6800 !
Kynnirinn gekk meira að segja svo langt að halda því fram að þegar þú væri að fara spila Doom 3, sem er sá leikur sem felur í sér flottustu graffík sem menn geta búist við að sjá í leik á næstunni,
þá ættiru ekki að óttast að hafa allra flottustu graffík stillta á og jafnvel mjög háa upplausn og GeForce 6800 spilar hann fyrir þig eins og að skera volgt smjör.
'Ragdoll & physics' eða ‘brúðuáhrif & eðlisfræði(s.s. þyngarlögmál ofl. í leikjum)’ er einnig krefjandi hlutur sem getur lækkað hraða í leik til muna ef mikið er um það í tilteknum leik.
En NVIDIA sáu við þessu og bættu við auka svæðum í kortinu sem sjá aðeins um þessi áhrif og þannig er nær ekkert auka álag á kortið,
prufanir leiddu í ljós að 6800 var meira en helmingi áhrifaríkara þegar það þurfti að etja kappi við ‘physics’in í leikjum sem núþegar eru komnir út svo við getum búist við að það standi sig mjög vel í framtíðar leikjum sem nýta sér þessa hluti meira (Half-Life 2 anyone?).
Tæknilegar upplýsingar og skemmtilegar athugasemdir nokkurra forritara og leikjahönnuða um kortið flæddu fram ‘Einn spenntur: “Holy sh$% this card is fuc$#& insane !!”.
Inná milli voru síðan sýnd nokkur myndbönd sem NVIDIA hafði búið til með hjálp GeForce 6800, í einu þeirra fékk maður að berja fagra hafmeyju augum, hún hafði yfir 10.000 hár sem iðuðu og hreyfðust fullkomlega eftir hreyfingum hennar í sjónum, ljós flæddi niður í dýpið og er hafmeyjan hreyfðist glampaði á hreystur hennar í öllum regnbogans litum. Mjöf áhrifaríkt.
Þessi myndbönd voru þó tæknilega ekki ’myndbönd' því þetta var allt að gerast í rauntíma í tölvunni, það var semsagt hægt að horfa á atburðarásina frá öllum sjónarhornum og þannig var hægt að sjá mismunandi ‘effecta’ í hvert sinn sem demóið var spilað, svona verður þetta í leikjum framtíðarinnar.
Einnig er GeForce 6800 fyrsta þrívíddarkortið sem hefur einnig video örgjörfa til þess að geta sýslað með allt það sem tengist gerð myndbanda.
Hægt er að nálgast nákvæmari upplýsingar um gerð kortsins á http://www.nvidia.com ef áhugi er fyrir hendi, einnig er hægt að horfa á upptöku af allri kynningunni sem er u.þ.b. ein klukkustund.
Áður en ég lýk rausinu verð ég að minnast á einn hlut enn.
Er langt var liðið á blessaða kynningun voru nokkrum leikjahönnuðum á svið, Sony kynnti upprennandi leik sinn Everquest 2 sem lýtur vægast sagt vel út, EA kynnti herkænskuleikinn LOTR: Battle for Middle Earth sem skartar mjöf flottri graffík og mörg hundruð persónur geta verið á vellinum í einu.
En rúsínan á pylsuendanum var án efa EPIC entertainment sem skildi alla eftir orðlausa með því að sýna myndband sitt af Unreal 3 sem er nú í vinnslu hjá félögunum, leikur hafði hreint út sagt STURLAÐA graffík ! Mikklu flottara en Doom 3 eða Half Life 2, tugir þúsunda polygona í hverju módeli og 100 sinnum flottari skugga effectar en í Unreal Tournament 2004 !
Unreal 3 er búinn að vera í vinnslu í 18 mánuði og er ekki áætlaður í hillurnar fyrr en eftir 2 ár, en engu að síður var þetta ótrúleg innsýn inn í framtíð tölvuleikja og maður er alvarlega farinn að pæla í því hvort mörkin milli raunveruleika og tölvuleikja geti bráðum farið að dökkna, hvort næsta skrefið verði ekki bara sýndarveruleiki.
Hvað sem því líður var þetta merkilegur dagur fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að sjá tölvuleikjamarkaðinn þróast enn frekar, og það er hann blessunarlega að gera og það alveg ótrúlega hratt.
GeForce 6800 er áætlaður í hillur allara betri tækjavöruversluna eftir u.þ.b. 1 og hálfan mánuð!
Ég er þegar byrjaður að spara :)
Stranger things have happened