Einmitt þegar útlitið var svo gott…

LucasArts, tölvuleikjaarmurinn af risaveldi George Lucas, höfund Star Wars, eru þekktir fyrir tvenns konar leiki: Star Wars leiki, og þrusugóða ævintýraleiki.

Nýjasti ævintýraleikurinn þeirra átti að vera Sam & Max 2, sem var framhald af leiknum Sam & Max Hit The Road, sem kom út árið 1994. En allt í einu má finna þessa tilkynningu á heimasíðu LucasArts:


LUCASARTS HAS DECIDED TO STOP PRODUCTION ON SAM & MAX

“After careful evaluation of current market place realities and underlying economic considerations, we've decided that this was not the appropriate time to launch a graphic adventure on the PC” says Mike Nelson, Acting General Manager and VP of Finance and Operations. There is currently no plan to reduce staff.

Seinasti ævintýraleikur LucasArts var Escape from Monkey Island, sem þeir gáfu út í 2001. Hann var almennt talinn sá lélegasti sem þeir hafa gefið út síðan…ja, bara nokkurntímann. Þeir ætluðu að búa til framhald af Full Throttle, en þeir hættu líka framleiðslu á þeim leik. Sem var gott, því fólk vissi hversu lélegur sá leikur ætti eftir að vera. En þetta…þetta er bara súrt.

LucasArts tóku forystuna í ævintýraleikjageiranum á fyrstu árum 10. áratugarins, og skutu sér þarmeð framúr ekki merkara fyrirtæki heldur en Sierra On-Line (sem hefur EKKERT sameiginlegt með núverandi fyrirtæki með sama nafni) sem höfðu gert fyrirtæki sitt út á “Quest” ævintýraleikjaseríurnar. LucasArts gáfu út toppleik eftir toppleik, og allir hlökkuðu til þangað til næsti ævintýraleikur þeirra liti dagsins ljós. En eftir að Diablo, Quake og Command & Conquer-klónarnir urðu vinsælari og vinsælari (og greindarvísitala hins meðal-tölvuleikjaspilanda hrundi samhliða því) urðu ævintýraleikir æ sjaldgæfari, þar til þeir urðu hálfgerðir “jaðarleikir”. Það eru að minnsta kosti ennþá framleiddir ævintýraleikir, en þeim fer óðum fækkandi, og enn færri eru þeir sem eru virkilega þess virði að spila.

Og nú fækkaði þeim um einn.