Ég ætla að dæma fyrir ykkur leikinn armagetron sem ég og vinir mínir hafa verið að spila upp á síðkastið…

Leikurinn gengur út á það að maður byrjar í hálfgerðu mótorhjóli sem beygir aðeins 90° til hægri og vinstri(Sounds lame). Leikurinn er í þrívídd sem er miklu betra og flottara. Markmið leiksins er þannig að þegar maður keyrir áfram kemur lína á eftir manni, síðan á maður að reyna að loka hina leikmennina inni eða láta þá keyra á línuna sína. Kannski virðist þetta vera einfalt og leiðinlegt en furðulega séð er þetta hyperskemmtilegur leikur, ef maður heldur áfram að fikra sig áfram og leika sér að stækka svæðið sem keyrt er á og hraðann þá verður allt miklu meira spennandi. Bottar fylgja með leiknum, hægt er að lana í honum og það er líka hægt að spila hann á netinu, ég varð alveg undrandi þegar ég sá hvað það voru margir serverar fyrir þennan leik. Þið bara verðið að prófa hann.

Nokkur comment:
***Besti 3 megabæta leikur sem ég hef spilað
***Mjög einfalt að læra á hann
***ókeypis

Heimasíða leiksins er :

http://armagetron.sourceforge.net/download_windows .html

Ég mæli með að þið prufið…