Ég ætla núna að skrifa smá greijn um leikin XIII eða Number 13.
Grafík:
Grafíkin í þesum leik er mjög sérstök enda er leikurinn er keyrður á Unreal leikjavél og hefur cel-shaded grafík. Mjög gaman er að spila þennan leik með þessari grafík og gerir það leikin mjög skemmtilegan spilunar. Sumir hlutir í þessum leik eru samt dáltið kassalaga en fólk þetta er teiknimyndaleikur.
Einkun: 9
Söguþráður:
Söguþráðurin í þessum leik er mjög skemmmtilegur enda er hann byggður á XIII teiknimyndasögunum sem ég hef reyndar aldrei lesið en miðað við það hvernig leikurin er þá eru þær skemmtilegar. Í leiknum ertu kallin XIII eða Number 13. Hann vaknar á strönd í byrjun og veit ekki hver hann er eða hvernig hann hefur komist þangað. Leikurin fjallar mjög mikið um það að þú átt að reyna að munda hvað hefur gerst og hver drap forsetan. Morðið á forsetanum minnir mjög mikið á morðið á Kennedy eða hann situr í bíl og er skotin úr hárri blokk. Ég er ekki búin að vinna þennan leik alveg enda get ég ekki sagt ykkur ýkja mikið um hann nema að' hann er vel skrifaður.
Einkun 9.5
Hljóð:
Hljóðið í þessum leik er alveg ágætt en það mætti vera örlítið betra. Ég hef ekkert annað um hljóðið að segja.
Hljóð 8
Leikhæfni:
Það er alveg stórksmmtilegt að spila þennan leik og þú nýtur þess að spila hann allan tíman. Svo eru nokkrir nýjir skemmtilegir hlutir í þessum leik eins og “Shell Shock” sem var líka í Call of Duty og gerir leikin mjög skemmtilegan. Það er náttúrilega ekki jafn flott og í COD enda er þetta eins og ég sagði áðurfyrr teiknimyndaleikur. Þetta er allveg frábær leikur og mæli eindregið með því að allir prófi hann að minnsta kosti.
Lokaeinkunn: 9.5