NFS: Underground Dómar Ég ætla hérna að skrifa smá grein um nýjasta Need For Speed leikin.

Grafík:
Grafíkin í NFSU er mjög flott og mjög vel gerð. Kemur þar helst nýtt inní þetta “Motion Blur” eða eins og margir kannast við úr Fast and the Furious myndunum að þá segjum bara að ljósið lengist bara ég kann eiginlega ekki að útskýra þetta en gerir þetta leikin mjög flottan og skemmtilegri. Það er náttúrulega munur á því hvort þú ert með skjákort sem styður DirectX 9 eða ekki því DX9 gerir hann mun flottari. Persónurnar í leiknum eru nokkuð vel gerðarr en það eru samt nokkrir hlutir sem mætti bæta í þeim málum. Bílarnir eru mjög flottir og og ég veit ekkert meira sem ég get sagt um þá þeir eru bara hreint frábærir. Mikið hefur verið lagt uppúr þessum hluta í leiknum og hef ég ekkert slæmt um hann að sejga.
Einkun: 9.5

Söguþráður:
Söguþráðurin í þessum leik er ekkert stórkostlegur en hann er aðallega um það að þú átt að vinna þig upp um sæti þangað til að þú kemst efstur á topp 10 listan í öllum rceum. Það eru nokkrar gerðir af race sem þú getur valið eru það. Drift Race, Drag Race, Lap Knockout, Race og einhverjir fleiri sem ég man ekki eftir.
Söguþráður: 7.5

Hljóð:
Hljóðið í þessum leik er alveg ágætt. Lögin sem eru í honum bæta stemminguna og passa akkurat við leikin. Hljóðin í bílunum eru mjög vel gerð og það mætti halda að þetta væru alvörunni bílar. Það hefur greinilega mikið verið lagt í hljóðið líka.
Einkun: 9

Leikhæfni:
Það er bara eitt hægt að segja um þennan leik. Hann er alveg hundleiðinlegur. Það er ekki hægt að vera í honum meira en 5 mínútur í einu. Þú ert að taka sömu brautirnar aftur og aftur svo tekuru sömu brautina og þú varst að taka síðast afturábak sem er alveg hundleiðinlegt. Það eina sem heldur þessum leik uppi er það að gera bílin flottan það er það einsa sem lætur mann halda áfram. Svo kemur eistaka sinnum inní að þú átt að fara í sprint eða drift og það er það eina skemmtilega í þessum leik. Þú ert oftast að keppa í Race semsagt fara nokkra hringi og það eyðileggur leikin alveg hvað það er leiðinlegt. Svo kemur einstaka sinnum sona race sem er 6 hringir og er alveg ótrúlega erfið. Semsagt ef þú ert að keppa í easy þá er þessi keppni eins og þí værir í very hard eða hard. Ég veit ekki hvernig ykkur finnst þessi leikur en þetta er mín skoðun á leikhæfninni. Þú þarft að hafa mikkla þolinmæði til að spila þennan leik.
Leikhæfni: 4

Þetta var greinin mín um Need For Speed: Underground.