Call of Duty dómar Hæ ég ætla að skrifa hérna smá grein um leikin Call of Duty sem var að koma út og ég er búin að vinna.

Söguþráður:
Það má segja að það sé engin söguþráður í þessum leik. Þessi leikur er sona svipaður og Medal of Honour leikirnir og það snýst aðallega um að skjóta þjóðverja til þess að geta svo loksins tekið yfir berlín. Þótt að það sé enginn söguþráður nánast þá gef ég honum samt hátt fyrir söguþráð þar sem sona leikir eru mjög skemmtilegir.
Söguþráður: 8

Leikhæfni:
Það er allveg ROSALEGA skemmtilegt að spila þennan leik. Ert þú ekki alltaf sami kallin í honum og ert alltaf annaþhvort Breti, Bandaríkjamaður eða Rússi. Þessi leikur gerist aðallega í Frakklandi, Rússlandi, Þýskalandi og Póllandi. Eitt af því sem geri þennan leik skemmtielgan er þegar mikið er að gerast í honum eins og í MOH semsagt þú og félagar þínir eru að reyna að komast behind enemy lines oh það eru billjón þjóðverjar að skjóta á ykkur þetta er aðallega það sem ´vér finnst gera þennan leik svo skemmtilegan. Nokkuð er af vopnum fyrir þennan leik þótt að mér finnist þau ekki vera nógu mörg og eru Kanarnir með lang flest vopnin eða u.þ.b 5-7 en annars eru bretarnir og þjóðverjarnir með 4.
Leikhæfni: 9.5

Grafík:
Leikurinn er ekkert mjög raunverulegur þótt að sumir hlutar hans séu nokkuð raunverulegir. Finnst mér hann ekki vera raunvverulegur miðað við aldur en það er bara þannig að sum fyrirtæki leggja ekki mikið í grafíkina t.d. Rockstar Games. Vopnin eru ágætlega gerð í þessum leik og persónurnar ágætar þótt þær gætu verið betri.
Grafík 8

Hljóð:
Hljóðið í þessum leik er alleg frábært sérstaklega ef þú ert með 5.1 hljóðkerfi og gott hljóðkort sem styður 5.1. Hljóðin í byssunum eru mjög flott og umhverfishljóðin alveg frábær finnst mér þau það flottasta við leikin.
Hljóð 10!!

Persónulega finnst mér þessi leikur alveg frábær þrátt fyrir að nokkra hluti megi laga og gef ég honum 9 í einkun.

P.s ekki dæma mig hart ég geri ekki oft greinar.
Kv. Huglion