Hver man ekki eftir gömlu UFO leikjunum 1 og 2? Fyrri leikurinn gerðist uppi á landi en sá seinni bæði á þurru og neðansjávar. Það var reynt að gera þriðja leikinn sem kallaðist X-COM eitthvað en ég prófaði hann og það var drasl. Það vantaði einhvern til að endurgera gömlu leikina og ekki breyta þeim of mikið.
Lítið fyrirtæki (miðað við fleiri STÆRRI) gerði sér lítið fyrir og bjó til snilldarútgáfu af þessum gömlu klassísku leikjum sem ber heitið: “UFO - Aftermath”. Þarna er á ferðinni gamla góða lookið þar sem aðalvalmyndin er jörðin sem hægt er að snúa á alla kanta, zooma inn og út og fylgjast með umferð fljúgandi furðuhluta. Þú færð þína sveit af hermönnum en stjórnar ekki lengur öllu veldinu. Maður vinnur fyrir æðra government sem úthluta þér missions. Einnig er munur á að ekki fær maður að byggja base lengur hvar sem er, heldur ferðu í mission og kannar aðstæður fyrir að byggja base.
Maður drepur geimverur sem maður tekur til baka og rannsakar (research) þær. Einnig fær maður að rannsaka vopn og hvað eina, sbr. gömlu leikina.
Bardagakerfið er glæsilegt, nokkurs konar blanda af turn-based og real-time, þar sem maður notar SPACE takkann til að stoppa tímann og gefa skipanir. Grafíkin er bara endurbætt útgáfa af gömlu leikjunum sem er Stór kostur. Ekkert verið að OVERDO it….
Nú er komið skemmtilegur söguþráður sem ekki verður farið nánar út í - komist að því fyrir ykkur sjálf.
Heimasíða leiksins er www.ufo-aftermath.com og/eða www.cenega.com þar sem þið getið fengið nánari upplýsingar.
Ég mæli með þessum leik ef þið hafið ekkert að spila og langar að fá gamla UFO fílinginn aftur.
kveðja,
Jericho