Jæja ætla ég hér að skrifa grein um nýjasta Max Payne leikinn sem ég vann fyrir stuttu eða um 30 mín. Þetta verður ekki neitt flott grein en allavega þá er ég aldrei að skrifa greinar og er þetta með þeim fyrstu.

Söguþráðurinn:
Þetta er svipaður söguþráður og í hinum leiknum en núna er hann aftur orðin lögga eftir að hafa sannað sakleisi sitt. Hann er núna að eltast við það að leysa sakamál sem tengist einhvernvegin dauða fyrrvarandi konu sinnar. Og er þarnar komin ný kona sem er aftirlýstur morðingi og er að reyna að vinna með honum að þessu máli og verða þau náttla ástfangin og solles stuff. En hann lendir oft í hættum og deyr næstum því nokkrum sinnum. Svo verðuru líka konan sem er að vinna með honum og spilar sona 25% af leiknum sem hún.
Söguþráður: 9

Grafíkin
Grafíkin í Max Payne 2 er nokkuð flott og þú þarft ekki það góða vél til að spila hann. En er grafíkin samt nokkuð lík fyrri leiknum fyrir utan það náttúrulega að perónurnar og margir aðrir hlutir eru MIKKLU betur detailaðir og eru persónurnar mjög vel gerðar. Sumir hlutir eru samt soldið kassalaga eins og t.d. sumar sona tunnut og svoleiðis sem þú rekst á. Eldurin er mjög flottur í þessum leik og finnst mér hann vera eitt það flottasta við leikin með persónunum.
Grafík: 9.5

Gerfigreind
Gerfigreindin í þessum leik er mjög flott er hún með þeirri flottustu sem ég hef séð en eru þó samt til betri. Það sem gerir hana flotta er það að ef þú´skítur kallana þá heyrist mis hátt í þeim eftir því hvar þeir hafa verið skotnir´t.d. ef þú skítur þá í pungin þá öskra þeir alveg svakalega. Svo er það þannig eins og í HL2 þannig að ef þú skítur kall og hann dettur eikkert niður og rekst í eitthvað þá sníst hann´í loftinu og lendir alleg eins og í alvörunni og er það mjög raunverulegt og líka ef þú hendir niður eikkeru drasli eins og dollum eða eikkað þá landa þær þannig líka.
Gerfigreind: 9

Hljóð
Hljóðið í leiknum er MJÖG flott og er það akkurat eins og leikurinn spilast og akkúrat eins og manni finnst þau eiga að vera. En þó eru byssuljóðin allveg þau sömu og eru í hinum leiknum og hafa þau ekkert breyst þótt að þau séu í aðeins betri gæðum. Tónlistin í leiknum er mjög flott og er akkurat í takt við leikin.
Hljóð: 8.5

Leikhæfni:
Mjög skemmtilegt er að spila leikin og er hann dáltið betri en hinn leikurinn þótt að hann sé mikið styttri en þessi leikur er aðeins 4 partar en hinn var 5 eða 7 partar man það samt ekki. Tók það mig aðeins 8 tíma að vinna leikin enda er hann ekki mjög erfiður. Ég mæli sterklega með þessum leik enda er hann rosalega skemmtilegur.
Heildareinkun: 9.5

Þetta er kannski engin meistaragrein enda er þetta sú fyrsta sem ég skrifa beint sjálfur þannig að ekki gagnrína mig hart en sú næsta verður ábyggilega betri.

Kv. Huglion