Settur upp server fyrir JK:JA Jæja góðir hugarar, undanfarna daga hef ég verið að reyna að koma inn server á Íslandi fyrir leikinn Jedi knight: Jedi acedamy, það eru margir sem að hafa verið jákvæðir við þessu, en einhvernvegin tekst ekki að fá einhvern alvöru hostara eins og simnet eða fortress til að halda uppi server, þannig að ég hef ákveðið að taka mig til og reyna að halda uppi server um tíma.
Ég ætla að reyna að hafa hann uppi frá klukkan 15:00 til 22:00 alla virka daga í einhvern tíma, en um helgar á ég erfiðara að segja um hvort að hann muni verða uppi, kannski verður hann lengur uppi ef að ég er heima en kannski verður hann alveg niðri.


Hér ætla ég að segja frá server settings.
Það verður player limit á 8, því að ég býst við að ef að það væru fleiri inná servernum að hann færi að lagga eins og skítur.
Það verður spilað free for all multiplayer mode á þessum server.
Möppin í rotation verða eftirfarandi: Vjun sentinel, Korriban tombs, Tatooine city, Rift sanctuary og Taspir.
Time limit á map er 20 min og fraglimit er 40.
Serverinn mun heita Jedi knight: Server Iceland.
Það verður lightsaber only sem að gerir það að engar byssur verði notaðar.
Það verður hægt að skora á menn í duel þannig að enginn annar getur meitt þá en sá sem að hann fór í duel við.
Force mastery verður Jedi master þannig að það er hægt að nota mikinn mátt.
Saber lock verður leyft.
Það verður ekki hægt að vote kicka eða vota um annað map, því að ef að það er leyft verður kannski fiktað allt of mikið í servernum þannig að hann mun kannski verða allur í hassi.
Maxinum ping við connect er 150, þannig að það er ekki líklegt að við fáum útlendinga inná.

Ef að þig langar að ég breyti einhverjum settings, þá er bara að koma á #jk.is á irc og ræða það við Tarrabang, og endileg hvort sem að þú þarft að tala við mig eða ekki vera idle á #jk.is því að það er rásin fyrir þennan leik.

GL & HF að spila á nýja servernum, endilega reynum allir að vera á servernum á sunnudaginn 5 okt 2003 klukkan svona 15:00, og þá verður fyrsti íslenski serverinn notaður eitthvað að ráði jibbí.