Daginn góðir hugarar, í þessari grein ætla ég að fjalla um tölvuleik, ég sendi þessa grein bæði á star wars áhugamálið og leikir, því að þetta á við bæði áhugamálin, og svo er líka margt sem að kemur fram í þessari grein sem að að mínu mati er frekar merkilegt.
Star wars jedi knightst: Jedi acedamy er leikur þar sem að þú ert í hlutverki jedi riddara, þú getur valið um mismunandi vopn, allt frá geislasverði til sprengi vörpu. Þú getur valið um single player og multiplayer
Í þessari grein ætla ég að segja frekar frá leiknum, þetta var nú bara svona formáli fyrir þá sem að eru latir að lesa :).
Gameplay: Gameplayið í leiknum er frekar flott að mínu mati, ef að þú ert með byssu/sprengju uppi virkar útlitið frekar líkt og í Wolfenstein enemy terretory og quake 3, enda byggist grafík vélin á sömu vél og í þeim leikjum, en hins vegar ef að þú tekur geislasverðið upp verður leikurinn í þriðjupersónu, ekki fyrstu persónu eins og þegar að þú ert með byssu/sprengju uppi, þetta er alveg einstakt að geta horft á hreyfingarnar á geislasverðinu, einstök upplifun :).
Umhverfi: Í leiknum muntu geta farið um hina grænu Yavin 4, auðnina í tattoine, snjóinn á hoth og í skýjakljúfa og allt sem að þú getur ýmindað þér, borðin í leiknum eru frekar stór, og jafnvel of stór að mínu mati, en það skemmir nú ekki þessa miklu skemmtun sem að leikurinn hefur að færa.
Single player: Í single player velur þú þér persónu í byrjun til að stjórna, þú velur útlitið, þ.e.a.s. höfuð, búk og lappir, næsta skref er að velja sér þema lit á persónuna(litur sem að mun vera á öllum fötunum).
Svo er að velja sér geislasverð, í byrjun muntu bara geta notað svokallað “single” eða bara venjulegt geislasverð, en seinna í leiknum muntu geta notað “dual saber”, þ.e.a.s. að þú heldur 2 sverðum og berst með þeim báðum í einu(eins og anakin gerði í mynd númer 2) og “saber staff” sem að er tvöfalt sverð(eins og Darth maul notaði í mynd númer 1). Svo velurðu lit á sverðið, getur valið um bláan, grænan, gulan, og fjólubláan, en svo þegar að þú ert búinn að því velurðu hulstur utan um sverðið, á basic sverði er hægt að velja um 5 mismunandi hulstur, valið á öllum þessum hlutum fer náttúrulega bara eftir smekk manna :p.
En svo kem ég núna að söguþræðinum, í byrjun leiksins ertu staddur í geimflaug og þú ert að sveima yfir Yavin 4, á þessu tímasviði í Star wars sögunni er hið stóra veldi eiginlega fokið á burt, og Luke Skywalker hefur stofnað hið svo kallaða “Jedi acedamy” sem að er þjálfunarstöð fyrir unga jedi riddara, en eins og þeir vita sem að hafa séð mynd nr. 6 að þá er Luke Skywalker seinasti lifandi jedi riddarinn, eða sá seinasti sem að var sýndur í myndinni.
Þú sjálfur ert jedi riddari sem að hefur einstaka hæfileika, þ.e.a.s. þú ert undrabarn í jedi listinni.
Þegar að þú ert kominn lengra í leiknum, þá muntu afla þér meiri kraft í máttinn, eykur hæfileika þína með geislasverðinu og takast á við verkefni(missions), og fyrir hvert mission sem að þér tekst að sigra færðu að láta einn punkt í einhvern einn jedi kraft.
Svo þegar að þú ert kominn lengra í leiknum muntu vera jedi, ekki ennþá lærisveinn(padawan). Þú munt líka geta notað stand byssur og fara á allskonar farartæki, taunton og fleira.
En nóg komið af single player í bili, best að koma sér að multiplayer sem að er að margra manna mati meira spennandi.
Multiplayer: Í multiplayer spilarðu á netinu(kemur á óvart…), í þeim möguleika er allt mikið frjálsara, serverinn gefur þér sérstakt mörg stig til að útdeila í kraftana þína(kem betur að því seinna hverjir kraftarnir eru), fer allt eftir serverum. Þú munt strax geta valið þér dual saber og saber staff, velur þér model sem að er tilbúið eða býr til þitt eigið custom model eins og í single player. Þegar að þú ert búinn að velja þetta ertu tilbúinn í slaginn og ferð í join game, multiplayer í þessum leik gefur mikla möguleika, hægt er að velja um 6 mismundandi “multiplayer modes”, meðal þeirra eru 1 on 1duel, 1 on 2 duel. Free for all og Teammatch, kem betur að því seinna um sérstaka eiginleika þeirra, en það sem að mig þykir um að þyrfti að gera á Íslandi er að koma server upp fyrir þennan leik, leikurinn kom út í þessum mánuði, og strax eru komnir 287 serverar, hvernig væri að Ísland myndi breyta tölunni í 291?, eða allavegana 288 til að byrja með, gefa leiknum 1 trial free for all server, en seinna væri hægt að hafa öll hin modin sem að ég nefndi.
Ég hef sjálfur spilað áður fyrr Jedi knight II: Jedi outcast sem að er leikur nr. 2 í þessari seríu, hann er að mestu leiti líkur þessum hérna, nema að það eru komin mikið fleiri moves og fleiri geislasverð og allir þessir valmöguleikar. Mæli eindregið með að koma leiknum multiplayer hérna, enda var þetta ástæðan fyrir því að ég vildi hafa þetta á báðum áhugamálnunum, vildi koma þessa vel á framfæri, einn annar sem að ég veit um langar að hafa hann multiplayer, verðum á rásinni #jk.is á irc, og endilega bara skrifa nafnið sitt í svari eða þvíumlíkt ef að þú styður þessa hugmynd, en allavegana væri mjög gott að fá trial server eftir svona viku, þá verða kannski fleiri búnir að fjárfesta í leiknum.
Multiplayer modes: Núna segi ég frekar frá um þessi multiplayer modes sem að ég nefndi, ég ætla að segja frá 4/6.
FFA(Free for all): Free for all er þannig að maður respawnar, byrjar með geislasverð og skammbyssuna og er bara strax tilbúinn í slaginn, ef að þú ert drepinn, þá einfaldlega respawnarðu, þetta er kannski svona mest public af öllum svona modes í leiknum, en það sem að er mjög skemmtilegt við Free for all er að þú getur miðað á óvin þinn og ýtt á K(default takkinn fyrir áskorun) og skorað á hann í duel, þá fáiði svona barrier um ykkur þannig að enginn annar getur meitt ykkur nema andstæðingurinn sem að þú skoraðirð á eða skoraði á þig, og þegar að þið hafið klárað duelinn þá heldur bara lífið áfram og þið haldið áfram að spila :).
Duel(1 on 1): Virkar þannig að það geta verið visst margir inná servernum(oftast 5), og það eru 2 leikmenn inná vellinum í einu, sá sem að tapar fer aftur í röðina og sá næsti í röðinni kemur inná og keppir við sigurverann, þetta segir dáldið um hversu góð þið eruð, og þá sjá líka aðrir hæfileika ykkar, því að þeir eru bara í spectator mode á meðan.
Duel(1 on 2): Virkar alveg eins og duel(1 on 1) nema að það eru 2 á móti 1, þetta lítur fyrst út fyrir að vera fremur ósanngjarnt, en svo vill til að sá sem að er einn í liði byrjar með meiri orku en hinir, einnig er krafturinn hjá þeim fljótari að hlaðast(krafturinn er alltaf á skalanum 0-100, þegar að þú notar krafta minkar þetta niður, en þetta hleðst alltaf aftur upp með tímanum).
Teammatch: Teammatch virkar þannig að það eru 2 lið, red og blue, ef að þú ert red, þá drepurðu blue, og ef að þú ert blue, þá drepurðu red, svo einfallt er það, það þarf nú varla að segja mikið meira um það, en teammatch er það mode sem að er notað í clanmötchum.
Þessi hin sem að ég sagði ekki frá eru siege og capture the flag, capture the flag segir sig sjálft, en ég kann ekki að útskýra siege, frekar flókið dæmi.
Nóg af multiplayer í bili, núna kemur að því að ég segi frá innihaldi leiksins(vopnum og hreyfingum).
Vopn:
Single saber: Single saber er venjulegt geislasverð, það hefur 3 fighting style, Heavy(þung högg en slær hægt) medium(millivegur) light(andstæðan við heavy), þú ýtir bara á mouse 3 takkann og þá skiptirðu, kem frekar af saber moves seinna.
Dual saber: Dual saber eru 2 sverð sem að persónan þín getur notað í einu, hefur 2 fighting style, ef að þú ýtirð á mode takkann, þá notarðu eitt geislasverð, og það er það góða við þessi sverð er að þú getur haldið áfram að berjast þótt að þú notirð saber throw.
Saber staff: Með saber staff er hægt að nota 2 fighting style, einn með tvöföldu sverði, og einn með einföldu, með einföldu geturðu notað saber throw, en með tvöföldu geturðu sparkað í staðin.
DL-44 blaster pistol: Þetta er basic byssan, þú byrjar með hana alls staðar þar sem að eru byssur, hún skítur geislaskotum, en ef að þú notarð secondary fire takkann(sama og þegar að þú notarð saber throw), þá geturðu hlaðið skot með því að halda honum inni og hleypt af sterkara skoti.
E-11 blaster rifle: Þetta er vopn sem að stormtroopers hafa, mjög auðvelt að fá í single player og multliplayer, er í flestum borðunum, ef ekki öllum, hún skítur geislum eins og skammbyssan, nema að hún skítur hraðar, og með secondary fire takkanum skítur hún af fullum krafti, það getur verið gott til að eyða hópi af stormtroopers.
Tenlos disruptor rifle: Þetta vopn er mitt uppáhald, þetta virkar eins og sniper, þú getur zoomað og þannig, og þegar að þú ýtirð á secondary fire og ferð inní zoomið, þá geturðu haldið inni takkanum, og hlaðið skotið, og þegar að þú ert kominn með gott færi á óvininn, þá drepurðu hann sennilega í einu skoti.
Wookie bowcaster: Þetta vopn er hættulegt vopn, getur drepið sjálfan/n þig á því, því að skotin endurkastast á venjulegum veggjum, en hins vegar með secondary fire þá geturðu hlaðið upp skot og hleypt af, þá koma mörg skot í einu í allar áttir.
Imperial heavy repeater with concussion launcher: Þetta vopn er eins konar hríðskota byssa, skítur mjööööög hratt, og með secondary fire er þungavopn sem að gefur frá sér barrier svo að ef að þú skítur aðeins framhjá gaurnum og þetta fer í jörðina/vegg nálægt honum og barrierinn fer í hann, þá skaddast hann harkalega.
Destructive electromagnetic pulse 2 (demp 2) gun: Þessi byssa er ekki í mínu uppáhaldi, svo leiðinleg, þegar að maður skítur þá kemur svona barrier eins og á imperial heavy repeater, nema ekki nærri eins öflugur, og ef að maður heldur secondary inni og hleður kemur einhver risastór barrier útum allt og meiðir alla.
Golan arms FC-1 Flechette weapon: Þessi byssa virkar eins og haglabyssa, koma mörg hlaup út úr henni, en með secondary fire koma 3 sprengihlaup sem að tjah… já springa :).
Stouker concussion rifle: Skítur hættulegu blasti og drífur mest 30 metra, og gerir sprengingu sem að er um 4 metra.
Merr-sonn plx-2m portable missile system: Þessi byssa er frekar hötuð byssa, þetta er rocket launcherinn, hún skítur rockets, en með secondary fire geturðu eytt 3 skotum en gert rosa rosalega sprengingu.
Hreyfingar:
Backflip off wall: þá labbarðu að vegnum og hopparð, þá ferðu í backflip frá vegnum.
Force flip: flippaðu um loftið, því meira sem jump krafturinn þinn er, því hærra upp í loftið kemstu.
Force jump: Alveg eins og force flip, nema að þú ferð ekki í heljarstökk
Jump kick from knockdowm: ef að einhver lemur þig niður, þá hopparðu upp og sparkar í leiðinni, og getur því komið hinum niður.
Jump up from knockdown: Hreyfing sem að gerir þér kleyft að koma þér fljótt upp frá því að það er lamið þig niður.
Long jump: Hopparð til hliðanna, en ferð samt pínu áfram.
Roll: Þú rúllar þér á jörðinni….:)
Roll from knockdowm: Rúllar þér upp eftir að hafa verið laminn niður.
Run up wall back flip: Þú hleypur upp vegg og gerir svo afturábak heljarstökk af veggnum.
Side flip of wall: Þú labbarð hliðarskref að vegg, og hopparð, þá ferðu í hliðarheljarstökk.
Wall grab jump: Þú hopparð á vegg í miðju stökki, og hopparð svo frá honum í aðra átt.
Wall run: Þú hleypur upp vegg, hálfgert matrix hérna :P.
Geislasverðahreyfingar:
Single saber-light:
Stab back: Þú lemur geislasverðinu hratt fyrir aftan þig.
Lunge attack: Þú ert að beygja þig, en til að koma óvininum á óvart, þá lemurðu ekki sverðinu niður, heldur upp.
Force pull impale: Þú tegir þig langt og stingur óvininn.
Attack kata: Svona combo þar sem að þú lemur sverðinu oft.
Attack enemy on ground: Þegar að þú hefur lamið óvininn niður, þá hopparðu og stingur hann með sverðinu.
Cartwheel: svona side flip árás
Stab forward: Eftir að þú hefur notað roll hreyfinguna, þá stingurðu óvininn.
Single saber-medium:
Slash back: Snýrð þér í hring og slærð.
Flip attack: Hopparð yfir óvininn og slærð hann í hoppinu.
Force pull slash: Opnar faðminn og tekur um óvininn með geislasverðinu… ouch.
Attack kata: Eins og í light style.
Attack enemy on ground: Eins og light style.
Carwheel: Eins og light style.
Stab forward: Eins og light style.
Single saber-heavy:
Slash back: Eins og medium style.
Jump attack: Hopparð og lemur óvininn, sennilega besta árásin í leiknum. drepur alltaf í einu höggi.
Force pull slach: Eins og medium style.
Attack kata: Eins og light style.
Attack enemy on ground: Eins og light style.
Cartwheel: Eins og light style.
Stab forward: Eins og light style.
Saber staff:
Slash back: Eins og single saber
Backflip attack: Ferð í afturábakheljarstökk og lemur í leiðinni.
Twirl: Snýrð stafnum í marga hringi.
Spinning Kata: Eins og Attack kata nema að þú snýrð stafnum, slærð ekki.
Attack enemy on ground: Eins og single saber.
Kick: Spark :).
Jump kick: Hoppi spark :).
Split kick: Hopparð og sparkar með báðum löppum.
Spin kick: Hopparð í hring og sparkar.
Flip kick: Hopparð í heljarstökk og sparkar.
Butterflly attack: Þú beygir þig og lemur stafnum í kringum þig.
Stab forward: Eins og single saber.
Dual saber:
Slash back: Eins og single saber
Flip forward attack: Þú hopparð í heljarstökk og slærð óvininn.
Twirl: Lemur í kringum þig.
Attack enemy on ground: Eins og single saber.
Saber barrier: Þú slærð sverðunum þannig í kringum þig að þú gerir hálfgerðan skjöld.
Stab front and back: slærð báðum sverðum þannig að óvinurinn klemmist.
Stab left and right: Eins nema að þú slærð frá þér, en klemmir ekki.
Cartwheel: Eins og single saber.
Stab forward: Eins og single saber.
Lokaorð: Ég hef nú ekki mikið meira að segja um leikinn, eða reyndar jú, það er hægt að fara á alls konar faratæki í leiknum, eins og tauntan á Hoth(star wars kallarnir ættu að vita hvað það er), og svo fleira, en enn og aftur langar mig að hvetja Íslendinga að gefa leiknum server, allavegana trial server, og láta hann upp kannski eftir viku, því að þá verða fleiri búnir að kaupa leikinn, því að hann kom nú líka út 27.09.2003.
Takk fyrir mig, og ég vona að þér hafi þótt gaman að þessari grein, en enn og aftur aftur mæli ég með multiplayer á Íslandi :).
Linkar:
Demó og fleira af leiknum: http://static.hugi.is/stuffnfiles/leikir/index2.php?id= 157
Official heimasíðan(þar má líka sjá myndband með öllum moves): http://www.lucasarts.com/products/jediacademy/
Mishe ppnaða tilraunin mín um að koma Leik nr. 2 online: http://www.hugi.is/starwars/greinar.php?grein_id=163277 04