Jæja góðir hugarar, ég var að spá í dáldið.
Það er leikur sem að heitir Soldat, ég downloadaði honum af huga hérna fyrir stuttu, og ég tók eftir því að hann hafði verið spilaður á Íslandi, en núna er hann sama og sem dauður, ég og einn vinur minn vorum að spá í að endurvekja hann, höfum verið að spila á erlendum serverum, sem að er reyndar ekki svo gaman útaf því að þá erum við kallaðir laggarar og þá er votað að kicka okkur, og auðvitað er ekkert nærrum því jafn gaman að spila við útlendinga og að spila við Íslendinga.
Leikurinn sjálfur er í 2 vídd, þannig að maður sér hann á hliðina, einnig er hann ókeypis og er hægt að downloada honum hérna: http://static.hugi.is/games/soldat/soldat115.zip
og þegar að þú ert búinn að downloada því áttu að downloada fixi sem að lagar marga galla, og það færðu hérna: http://static.hugi.is/games/soldat/soldat115-fix.zip
svo er bara að ná í all seeing eye og spila, en því miður eins og er, þá er enginn íslenskur server, og ég var að spá hvort að það væri ekki hægt að gefa þessum leik pínu trial server til að spila, nú þegar að þessu grein er komin inn og leikurinn er til staðar fyrir alla hugara.
In game, þá geturðu valið um 18 vopn, allt frá hníf til minigun og upp í law basúkku, þú ert með jet pack skó sem að gerir þér kleift að svífa í augnablik, þú getur hoppað, rúllað þér, kastað grenzum og margt fleira.
Leikurinn er nú ekkert rosa flottur grafíklega séð, en game playið er mesta snilld, þetta er ekki leikur sem að maður verður fíkill af eins og Counter-strike og EVE, maður getur alveg hætt að leika sér í honum, hann er meira svona hobby heldur en að spila hann, og þeir sem að vilja ekki viðurkenna að þeir eru tölvunördar segja bara að þetta sé hobby :).
Hér að lokum vill ég þakka fyrir mig, og endilega dánlódið leiknum og prufiði, ef að þið viljið bæta einhverju skemmtilegu inní, setjiði það þá bara í álit, hugsanlega eru einhverjir gamlir soldat spilarar sem að langar að klikka á soldat iconinn og spila á íslenskum server þegar að þeir sjá þessa grein.
GL & HF að spila Soldat!!! ^_^ ^_^