En þá aðeins að leiknum sjálfum. Í leiknum eru nokkur stock maps og má þá nefna V2, The Bridge, hunt og einnig Omhaa, V2, Bridge og Hunt eru enn mikið spiluð enda eru þetta algjör snildar borð. Einnig eru mjög góð Custom Maps i gangi á serverunum.
Grafíkin og hreyfingar leikmannana er algjör snild og hreint meistaraverk, mjög raunverulegt allt saman. Þetta er frekar flókinn leikur, þú ert kannski hittinn og allt saman fljótlega en svo þarf maður að þróa leikhæfni sína og hvernig maður á að spila leikinn til að skila einhverju til síns liðs.
Leikurinn er mjög fjölbreyttur og getur maður oft lent í erfiðum aðstæðum eins og að vera 1 eftir á móti 4-6 óvinum og adrenalínið fer í botn, oft mjög skemmtilegt. Ég held að flestir sem hafa prófað Mohaa séu sammála mér því að þetta er mjög góður leikur og held ég að engu sé að kvarta yfir.
Endilega verslið ykkur Medal of honor út í næstu búð og mætið á server með fullt af öðrum skemmtilegum spilurum og skemmtið ykkur!!!
BloOdDeAleR - Bluddy - GigaBytE