Total War byrjaði með Shogun:Total War þar sem þú varst hershöfðingi klans í japan í borgrastyrjiöldinni á 17 öld að berjast um það stjórna öllu Japan og verða lokum shogun. Hugmyndin að leiknum var sú að stjórna sérstökum svæðum líkt og í turn based leikjum eins og Europa Universalis(stórt kort með fullt af löndum) en þegar þú fórst í bardaga þá fékkst þú stjórn af mörg hundruð stríðsköppum sem börðust í bördögum þar sem þú þurftir að taka hvert einasta atriði til greina. veðrið gat breyst og þu þurftir kannski að ambussha óvinninn. Herkænska og réttar ákvarðanir í turn based hlutanum voru líka rosalegur hluti af leiknum Ef þú ætlaðir búa til fullt af gaurum sem þú hélst að ownuðu svæðið þá virkaði það alls ekki. Ef þú varst til dæmis á móti 2000 mönnum með aðeins 500 þá gat maður vel unni og jafnel rústað þeim bardaga ef maður spilaði vel úr mönnunum.
Það sem var helst að fyrri leikjum í seríunni var það að grafíkin var ekki uppá sitt besta, og það eina sem bjargaði henni í rauninni frá því að vera í tvívídd var alveg rosalegt landslag sem maður gatt nýtt til fulls. En nú hefur Creative Assembly gengið skrefinu lengra og hafa næstum gengið of langt. Þrívíddin er svo rosaleg að hún jaðrar við það að vera fáránlega góð. Í rauninni er hún svo góð að maður getur eiginlega varla lýst henni. Hver hreyfing er raunveruleg og eftir því sem þeir hjá creative segja þá mun hver maður (unit) berjast sérstaklega við hvern mann. Þannig að í staðinn fyrir að sveifla sverðinu nokkrum sinnum þá þarf hermaðurinn til dæmis komast í gegnu skjöld viðkomandi og síðan þarf hann bara að stinga viðkomandi. Ef að einhver er skotinn með örvum þá dettur hann dauður niður og liggur þar með örina í sér þar til bardaginn er búinn. Og þegar að það er kannski 2000 manns að berjast þá getur það verið dáldið rosalegt. Úrvalið er líka rosalegt því nú getur maður valið milli öskrandi barbara , flautandi fíla og agaðra legionarre.
Auk þess hafa þeir gert siege að einhverju stórkostlegu með því að breyta því úr einhverju smá kastala siege í shogun, í umsátur um heilar borgir sem eru með allt sem þú hefur byggt í þeim. það er ótrúlega flott þegar að maður sér menn vera að berjast á strætum stórborgar með brennandi hof í baksýn.
Það sem breytist mest í turn based hlutanum var það að nú eru svæðin sem maður stjórnaði horfin og staðinn skipta borgir öllu máli. Það er kannski skref áfram þar sem það var stundum pirrandi að þurfa að færa i menn til um nokkur svæði sem lágu næstum saman en þá var kannski annað svæði á milli.
Ég mæli eindregið með því að þið farið á www. totalwar. com. Þar eru myndir sem segja mun meira en þúsund orð.
Kv. Emp. Remulean
most plans are critically flawed by their own logic.a failure at any step will ruin everything after it.