Í þessum MOH leik ertu enn og aftur bandarískur hermaður, sem enn sem komið er er ekki búið að finna nafn á, nýi leikurinn fer með þig frá óvæntu árásinni á Pearl Harbour til bardaga eins og Iwo Jima, Guadalcanal og frelsun Manilla. Í þetta skipti eru japanirnir að skera sér leið gegnum Suð-Austur Asíu. Leikurinn verður með öðruvísi fíling en aðrir MOH leikir því að tilfinningin við að berjast í regnskóg er allt öðruvísi en að berjast í borgum og bæjum. Framleiðendur leiksins vilja láta þig finnast að japönsku hermennirnir gætu leynst allstaðar og hvernig japanirnir berjast er ekkert líkt því hvernig þýskararnir berjast. Japanirnir nota meira af felulitum, gildrum og göngum, þannig að stundum þarftu að fara inn í gangnakerfi og svæla þá út.
Umhverfið verður ólíkt evrópska umhverfinu og þar sem þetta gerist í frumskógi að það verður auðveldara að fela sig. Ef þú ferð inn í þykkan runna eiga þeir erfiðara með að hitta þig og finna þig ekki. Meira verður líka um nætur verkefni og allstaðar sem þú ferð verða lækir, ár og pollar á leið þinni.
Í sambandi við vopnin verður fullt af nýjum vopnum fyrir bandamenn, mikið verður af skrýtnum og skemmtilegum vopnum t.d. skriðdreki með risastórri eldvörpu ofan á. Einnig verður ekki allt í litlum sjúkrakössum sem lækna þig, í staðinn verðurðu að kalla á sjúkraliða. Maður ýtir á sjúkralykilinn og þá birtist lítið sjúkramerki á áttavitanum sem er alltaf uppi í horninu, annaðhvort getur þú farið og fundið hann eða beðið og látið hann finna þig. Einnig getur þú lyft upp særðum félögum og bjargað þeim úr klóm óvinarins. Ef þú getur svo komið þeim til sjúkraliða eða varið þá nógu lengi, að sjúkraliðinn kemur til þín og læknar þá svo þeir geta aftur barist við hlið þér.
Áætlaður útgáfudagur er 31. janúar 2004 og að lokum vil ég segja ykkur að þetta er leikur ekki expansion pack.
Heimildir: Maí útgáfa PC-ZONE.
Hæ