Jæja!

Eitt að fara alveg með mig hérna! Ég er sú týpa sem er ekki á móti tölvuleikjum eða sjónvarpi, er á því að allt er gott í hófi o.s.frv.

En ég hef verið að ala upp stjúpson minn ásamt pabba hans frá því að hann er að verða 4ra ára (en varð samt partur af lífi hans þegar hann var 20 mán.) og hann verður núna 7 ára í ágúst!

Það eru MJÖG strangar reglur á honum með sjónvarpið því hann er vægast sagt mikill sjónvarpsfíkill og ég hef mjög sjaldan séð hann leika sér! Hann er ofboðslega vel gefinn (kom reyndar hæst útúr bekknum sínum á prófunu hehe) og það er æðislegt að horfa uppá hann standa sig vel í skólanum… þótt honum reyndar leiðist það svoldið og okkur grunar að honum finnist skólinn vera of léttur!

En s.s. tilgangurinn með greininni er sá að við höfum reglur á skjánotkun hans, hann fær ekki að horfa á skrípó eða fara í tölvuna fyrr en eftir að búið er að læra og á sumrin er þetta bara ekki í boði nema veikindi standi yfir eða ömurlegt veður!
En pabbinn….haha…. hann er alveg jafn slæmur…afsakið verri! Ég er nú þannig að mér finnst sjálfri gaman í vissum tölvuleikjum (þótt ég komist reyndar sjaldan að….) en ég nota annars PC tölvuna meira í vinnu og PS2 er jú líka í notkun af mér en again, lítið (ég á samt mína uppáhaldsleiki og allt sko)

En núna er það þannig að pabbinn getur ekki einu sinni farið í önnur hús án þess að vilja fara í tölvuna hjá fólki (á netið) og þeir eru sko tveir vinir með ákv. hobbí sem þeir eru alltaf að skoða á netinu!

Þetta kom til tals um daginn í vinahópnum hvað þetta væri orðið ömurlegt að þeir gætu ekki sleppt þessu einstaka sinnum með hinum í hópnum, ég ætla samt bara að halda mig við að tala um minn kall!
Við vorum í partýi hjá vinkonu okkar og hún var svona svoldið að reyna að kynna nýja vini fyrir hópnum, þeim var vel tekið enda skemmtilegir krakkar! Og allt í einu tókum við eftir að það vantaði þessa tvo…. þá voru þeir búnir að loka sig af inni í herbergi á netinu!!!

Ég hef alltaf virt áhugamálin hans og mér þætti það óeðlilegt ef hann gerði ekki eitthvað með vinum sínum og hef aldrei reynt að tala hann ofan af því að spila á netinu þegar það hefur verið fyrirfram ákveðið eða ef vinirnir allir ætla t.d. að lana, þá fer ég bara og hitti stelpurnar á meðan, ég ætlast hins vegar til þess að þeir gangi snyrtilega um! Stundum (örsjaldan) er ég með og mér finnst þetta alveg gaman… en þetta er svo leiðinlegt að það sé ekki hægt að vera lengur með öðru fólki og hann er farinn að loka sig af frá hinum vinunum nema þegar á að lana!

Mér finnst það svo mikil hræsni að hafa þessar svaka ströngu reglur á stráknum (þótt þær séu þarfar) en svo horfir hann á pabba sinn allann daginn í tölvunni!!!!

Eða hvað finnst ykkur er ég kannski bara eitthvað leiðinleg tuðandi kærasta eða er þetta normalt?