Íslensk tölvuleikjaframleiðsla er nokkuð sorglegur hlutur, við “eigum” Eve sem að við getum verið stolt af og þá er það bara búið. Hinir leikirnir eru illa kóðað sorp eða þá tölvuútgáfa af yahtzee! Finnst ykkur ekki tími til kominn að breyta þessum málum, þeir í CCP eru að gera góða hluti en fleiri íslendingar ættu að reyna að fara að spreyta sig í þessum hlutum. Þessvegna hef ég íhugað að stofna svona íslenskann áhugamanna hóp um tölvuleikjagerð. Ég er mishæfur á sviðum tölvuleikjagerðar, sumt get ég alls ekki gert, annað get ég vel gert og en annað get ég rétt svo gert. Hausinn á mér er stútfullur af leikjahugmyndum sem að ég get því miður ekki komið í framkvæmd.
Ef að þú telur þig hafa einhverja hæfileika sem að geta hjálpað við tölvuleikja gerð (borða hönnun, módelun, forritun, teiknun, skinnun, sprite hönnun og svo framvegins) þá endilega látið mig vita og ég mun hafa samband um leið. Ég er tilbúinn að vinna að næstum hvaða leikjategund sem er með næstum hverjum sem er og ég vona að íslenskir áhugamenn án reynslu geti farið að gera eitthvað skapandi.