Þessir leikir sem eru mest þekktir eru nú battlefield 1942 2 aukapakkar og The Sims sem er
nú ekki meira né minna en 6-7 pakkar allir á uppsprengdu verði. Annað er að EA er að gefa út nýja leiki
á met hraða. Það sem er að gerast er að EA Games er að senda út leiki ílla gerða og mjög lélega
kemur fyrir að leikirnir eru góðir og seljast mikið en þetta hlutfall fer lækandi.
Dæmi um leiki sem hafa mistekist
Earth & Beyond sem er nú bara leikur til þess að fill upp fyrir þessa space leiki sem eru nú að
vaxa í vinsældum. Tek það fram að þetta er mín skoðun.
James Bond leikirnir sem mér finnst hafa verið mikil mistök þar sem nightfire kom út og náði ekki
mikila vinsælda í pc,Xbox og GC en náði þó nokkrum vinsældum í Playstation 2. Eftir þetta var ákveðið að
gefa út James Bond Everything or nothing sem mér líst nú nokkuð vel á eftir að hafa séð eitt video.
En það sem ég held um þennan leik er það að ég held að hann sé gerður til þess að bæta upp óvinsældir
nightfire. Sem er nokkuð gott mál nema það að þeir áttu að gera báða leiki jafn vel.
Eins og nú hefur sést þá er ea að kaupa góð leikjafyrirtæki sem hafa gefið út feiki góða leiki
eins og Westwood sem ea keypti og ber nú annað nafn skilst mér. Eftir þetta var gefin út leikur frá
EA games sem Westwood hafði gert í mörg ár og hann hét Generals. Það sem sumum finnst er það að þessi
leikur hafi verið eyðileging Westwood veldisins. Það sem ég er að hallast að er að EA sé að reyna að næla sér í
fyrirtæki eins og Eidos,Sierra og mörg fleiri.
þetta er einn tóm mjólkun á leikjaheiminum.
En það sem nú er að gerast er að leikjatölvuframleiðendur eru meira að taka leikina sem við
þekkjum svo mætta vel úr PC heiminum upp á armana. og óskum þeim góðsgengis í þeim efnum.
Leikir eru að hækka úr öllu veldi en samt er samkeppnin mjög mikil sem ég er ekki að skilja.
Leikir eru byrjaðir að kosta 5000 til 6000-7000 krónur. Hver man ekki eftir góða gamla
leikjaverðinu sem var eithvað um 2000-3000 krónur góðir tímar þá.
Þar sem þetta er mín fyrsta grein vona ég að hún sé góð og ég væri alveg til
í að þið mynduð ekki of hörð orð falla um greinina.
Tek enga ábyrgð á stafsetningar villum.
What is the meaning of life?