í Nokkra daga hef ég leitað á netinu að einum besta leik sem ég hef nokkurn tíman spilað, gallinn er. Ég man ekki hvað hann heitir.
Þetta var svart/hvítur leikur á fjórtán tommu makka. Maður var hermaður í vélbyssuhreiðri vopnaður vélbyssu og handsprengjum.
Yfir þig flugu svo flugvélar og hentu út fallhlífar mönnum. Þitt markmið var að skjóta niður flugvélarnar, og fallhlífarmennina. Svo þegar þeir voru lentir (ef þeir festurst ekki í kakstustinum sem var í miðju borðinu.) þá gengu þeir upp að vélbyssuhreiðrinu þar sem þú gast ekki lengur hent handsprengju í þá, þegar nokkrir voru komnir saman hendtu þeir handsprengju í þig og þú dóst.
Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa um þennan leik er sú að að ég er að vonast til þess að einhver eigi þennan leik einhverstaðar eða viti hvar hægt er að nálgast hann. (Fyrsti tölvuleikurinn sem ég spilaði)
Annar sem einnig var svarthvítur á makkanum var platform leikur þar sem þú hentir steinum. Man lítið eftir leiknum annað en það að maður gat dottið niður í dýflissuna þar sem náungi var með svipu og að maður grýtti níður illa fugla með steinum og kláraði nokkur borð til að fá kristakúlur sem svo opnuðu hurðar í aðalsalnum.
Plís hjálpið mér ef þið kannist við þessa leiki því þeir eru SNILLD