Lengi hef ég átt mér þann draum að íslenska einhvern af LucasArts ævintýraleikjunum, sérstaklega Apaeyju leikina sem að eru löngu orðnir klassískir með sprautarmjólkútúrnefinuáþér húmor og ótrúlegri þrívíddar grafík (og það var bara fyrsti leikurinn). Eins og allir vita (nema heiladauða nýja kynslóð leikja spilara sem að telja 1337 5P43K vera hámenning). Þessir leikir eru því miður að deyja út eða verða að RPG blöndum vegna þess að krakkafávitarnir verða að fá að drepa eitthvað annars er leikurinn of erfiður og heimskulegur.
Allavega aftur að því sem að ég ætlaði að tala um, að íslenska ævintýra leiki. Jæja eftir að hafa “spilað” Tímaflakkaran, hörmulega illa hannaðann leik, með púslum sem að það voru engar vísbendingar til að leysa og leiðinlegt og stirt díalog, þá leið mér eins og mér hefði verið nauðgað.
Allaveganna þá þarf að íslenska öll nöfninn að því að vér erum land fávita og bara til að æsa upp fávita kynslóðina. Guybrush Threepwood hetja leikjanna fengi líklegast nafnið Gaurbrúsi Þrepaviður, Elaine Marley yrði Elín Marlauf og Charles LeChuck yrði án efa Karl LeChuck (LeChuck er bara of flott til að breyta). Melêe Island yrði annaðhvort Melarey eða Melêe ey og Monkey Island auðvitað Apaeyjann o.s.frv.
Talsetningin er líka mjög mikilvæg og ef að það munu aðeins þrír leikarar sjá um talsetninguna á bara að gleyma því að talsetja þetta og hafa allt textabyggt. Það ætti tildæmis ekki að láta einhvern Felix Bergson um að tala fyrir Gaurbrúsa heldur einhvern mjög ungan og með nördalega (samt ekki of nördalega) rödd. Enga Helgu Braga fyrir það heldur einhverja kvenrödd sem að er bæði stjórnandi og tælandi, Egill Ólafson væri síðan góður LeChuck.
Ég ætla bara að enda þetta snögglega bara til að pirra fólk og biðja um input.
-Cointel Prozac, atvinnu hálfguð.