Hér í þessari stuttu grein ætla ég að fara yfir þau atriði sem ég hef mest tekið eftir við spilunina á Splinter Cell prufunni. Ég ætla að lýsa þessari reynslu mynni með mínum eigin skoðunum, og ég mun reyna að vera eins biased og ég get. Smá brandari en svona er þetta, það má svo sem segja að ég hafi ekki verið allt of impressed. Ég hafði hugsað mér að flokka þessa grein niður í plúsa og mínusa en mínusanri eru bara of margir til þessað að flokka þetta eitthvað niður.
Ég var mjög spenntur yfir því að fá að prófa þetta umtalaða demó og því var adrealínið farið á fullt og ég var að búast við alveg geðveikum leik. Það er ekkert skrítið þegar leikjasíður eins og GameSpot hafa verið að gefa leiknum alveg geðveikt góða umfjöllun og segja að gaurinn sem maður spilar stjórnar í leiknum Sam Fisher sé alveg “svona” svalari heldur en Solid Snake úr Metal Gear. Hann er það ekki og röddinn hans Michael Ironside er kúl, en fitta bara ekki við persónuna.
Leikurinn spilast þó ekki neitt mjög líkt Metal Gear, hann hefur alls ekki sama fíling og sá fyrr nefndi og demóið sem á víst að vera 2% af leiknum er einungis 3-5 mínútna spilun. Þannig út frá því er hægt að reikna að leikurinn sjáflur sé undir 5 tíma í spilun. Reyndar trúi ég því ekki, en í flestum Xbox umfjöllunum sem ég hef lesið þá er sagt að helsti gallinn við leikinn sé að hann sé einum of stuttur.
Þegar ég spilaði demóið tók ég eftir því að þrátt fyrir mjög flott grafík voru allskyns grafískir gallar sem komu upp. Þess ótrúlega merkilega unreal grafík var svo sem alveg að skila sér… álíka vel og grafíkin í Elite Force II! Ljósin virðast lýsast í gegnum Sam Fisher á P4 tölvunni minni sem er með gforce4, sem ætti nú að vera nokkuð svipað og Xbox enda íhlutinir frá sömu fyrirtækjum! Það sem hefur mest verið talað um er að ljós effectarnir sé mjög flottir, sem þeir eru, en þeir eru samt kubbóttir og ljótir og það var ekkert að skila sér yfir í taktík og leikspilun. Þeir gátu þó gert það í Metal Gear, því þar voru líka skuggar(ekki kubbóttir) þótt þeir voru ekki út um allt!
En svona til að tala virkilega um hvernig demóið spilaði þá verð ég að segja að ég varð virkilega fyrir vonbrigðum. Eina sem maður þarf að gera í demóinu hvort sem maður kýs að nota “Stealth” eða bara vaða í kallana, þá skiptir það engu máli. Maður er næstum óðdauðlegur og til þess drepa kallana þá þarf maður bara að skjóta þá í hausinn. Það er auðvitað ekki furðulegt en ef maður óvært er það klunnalegur að öryggiskerfið fer á þá þarf maður ekki að örvænta því að þá kemur kannski einn öryggisvörður og segir skamm! En maður bara skýtur hann í hausinn og þá er hann dauður.
Eins og ég hef þegar nefnt þá gæti komið fyrir í demóinu að maður óvart með því að SKJÓTA EINHVERN Í HAUSINN komið öryggiskerfinu á er mjög fyndið að sjá þegar maður kemur upp á þar næstu hæð eru þrír menn að góna á tölvuskjái. Þessar tölvur sem þeir eru að vinna við eru greinilega ÖRYGGISKERFIÐ!!!!! Það er ein ein öryggismyndavél í kjallaranum og þótt maður skjóti hana eða ekki, þá eru sömu hálvitar bara gónandi á daufann skjáinn í dimmi ÖRYGGISHERBERGI að horfa á skjáinn og taka auðvitað ekkert eftir því að ÉG var að drepa hóp af gaurum á neðstu hæð!!!!!!
Helvítis rugl!
Það er reyndar nokkrir áhugaverðir hlutir í þessum leik og hann gæti alveg verið skemmtilegur. Hann er t.d. með tvö “vision modes” mjög svipað og í avp bara mikið flottara. Eitt lýsir upp herbergið og er mjög gott og hjálpar mikið til, en (predador/heat vision)hitt er frekar tilgangslaust en kúl samt. Leikurinn reyndir að vera einskonar blanda af Metal Gear og Thief, en þetta er ekki alveg að smella saman. Sorry…
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*