Hér kemur smá saga frá Fifa 2003 eftir áskorun frá Wbdaz, þetta minnir óneitanlega eitthvað á CM sögu en það verður bara að hafa það.
Ég á ákvað að velja þýsku deildina þar sem mér fannst hún vera mest spennandi af þessum deildum öllum.
Liðið hjá Bayern er gott í byrjun en ég keypti David nokkurn Beckham og setti hann á hægri kantinn, besta liðið var sem sagt svona:
Kahn
Sagnol Linke Koffour Lizarazu
Beckham Jeremias Ballack Ze Roberto
Elber Pizzaro
Ég byrjaði frábærlega vel og vann 8 fyrstu leikina mína, Ballack skoraði 7 mörk, David Beckham 5 og Elber 3
EFtir að hafa unnið alla 8 leikina baust ég við auðveldum sigri á Stuttgart en svo varð ekki, ég komst 2-0 yfir en tapaði 4-2.
Eftir þetta gekk ekkert hjá mér, vörnin var alveg hræðileg og Pizzaro gat ekki neitt.
Ég gerði nokkrar breytingar á liðinu og setti Owen Hargreves á miðjuna í stað Jeremias og setti Santa Cruz fram í stað Pizzaro. Það var sama, ekkert gekk og Bayern komið í 9. sæti, ekkert annað í stöðuna en að fara á markaðinn.
Rio Ferdinand var eitthvað óánægður með að fá ekki launin greidd hjá United og ég nýtti mér það og keypti hann hið snarasta.
Vörnin var orðin góð en þá vantaði mér sóknarmann við hlið Elbers, Santa Cruz og Pizzaro ekki búnir að skora í 18 leikjum og það var eitthvað sem hentaði ekki á mínum bæ.
Þeir voru seldir og í stað þeirra kom Robbie Fowler sem komst ekki lengur í lið hjá Leeds. Þetta hafði mjög góð ahrif og fyrstu tveir leikirnir eftir þetta voru gegn Leverkusen og Dortmund.
Það var ekki að sökum að spyrja, drengirnir fóru hamförum og Robbie Foler með hat trick í debut og endaði leikurinn 3-0. Robbie skoraði svo tvö mörk í leiknum gegn Dortmund og síðasta markið sem jafnframt var það glæsilegasta sem ég hef séð kom frá meistara Beckham, drengurinn setti hann í vinkillinn beint úr aukaspyrnu sem félagi hans Ballack fiskaði.
Vonbrigðin leyndu sér ekki þegar Bayern datt út úr Meistaradeildinni eftir 2-1 tap gegn Inter, Ventola skoraði 2 mörk sem gerði það að verkum að Inter fór áfram ásamt Spartak Moscow.
En það þýddi ekkert að vera að svekkja sig á því, tímabilið hélt áfram og þegar yfir lauk endaði Bayern Munchen í 3. sæti, á eftir Þýskalandmeisturunum Leverkusen og Stuttgart.
Aðeins einn leikur var eftir og það var úrslitin í bikarnum gegn Dortmud.
Mér til mikillar skelfingar var Thomas Linke vísað af velli eftir að hafa fellt Rosiscky sem komst í gegn. Ekki var það betra þegar Jan Koller skoraði með skalla eftir glæsilega sendingu frá Rosiscky. Bayern sótti mikið og það bar loks árangur þegar Ballack skoraði eftir gott einstaklingsframtak. 1-1 og 5. mín eftir. Bayern sækir mikið en því miður fyrir þá of mikið og Amoruso kemst einn gegn og skorar framhjá Oliver Kahn.
Næsta tímabil á eftir að verða betra því liðið er betra núna en það var fyrir síðasta tímabil.
Kahn©
Sagnol Ferdinand Linke Lizarazu
Becks Hargreaves Ballack Ze Roberto
Elber Fowler
Þess má til gamans geta að Ballack varð markahæðstur með 32 mörk, ekki slæmt það.