
EA Sports eru að leita að íslenskum aðila/aðilum sem geta aðstoðað þá við upplýsingaöflun fyrir FIFA 2004. Þetta kom inn á mitt borð sem félaga í World Football Organization en við rekum umfangsmikinn og sístækkandi gagnagrunn með upplýsingum um knattspyrnuna um heim allan.
Ég hef ekki kynnt mér hvað er í boði hjá EA, kannski bara nafn á kreditlista en áhugasömum er bent á að senda mér tölvupóst á j.b.jensson AT worldfootball.org (setjið @ þarna á réttan stað, nota þetta form hér á vefnum til að forðast að spammarar grípi netfangið). Ég get þá gefið upp netfangið hjá réttum aðila innan EA Sports.
Summum ius summa inuria