Ég prufað um daginn að kaupa leik í gegnum netið og þá fann ég þenann leik.
Þú byrjar með einn vörubil 5000$ og leikurinn gengur út á það að bjóða í verk við það að flytja efni á milli borga eins og LA til Vegas.Það skemmtilegasta við þenann leik er það að veðrið getur breyst í rigningu eða snjkókomu og ef maður klessir þá skemmist bílinn.Náttúrulega þarf maður að keyra eftir skiltum þannig að það er auðvelt að villast og þegar maður er á þjóðveginum þá þarf maður nátturlega keyra eins og maður því annars stoppar löggann þig fyrir of hraðan akstur og sektar þig.Einnig sektar hún þig ef þú hefur verið of lengi undir stýri og ert ekki búin að hvíla þig einnig getur hún sektað þig fyrir að vera með of þungan farm en á sumum leiðunum þarf maður að láta vikta bílinn.Nú í hverri borg er verkstæði þar sem þú getur uppfært bílinn þinn til þess að gera þetta betra fyrir þig eins og keypt þér CB eða radavara og GPS tæki og nátturlega gert við bílinn ef þú hefur klesst hann.EF maður kemur seint með vöruna þá verður það dregið af laununum þínum en leikurinn gengur aðalega út á það að byggja upp fyrirtæki þitt og ráða mannskap og kaupa betri trukka og því fyrr sem þú kemur með vöruna því betri verður orðstírinn þinn.
Þessu leikur var gerður af ValueSoft en maður hefur heyrt að þeir leggja ekki mikla vinnu í leikinn eða fjármagn og eru þeir oftast ekki með góða grafík en þessi leikur er bara ansi góð afþreying.
Allavega er þetta fín tilbreyting frá skotleikjunum.
Hérna ættuð þið að geta lesið um leikinn.
http://www.ebgames.com/ebx/categories/product s/product.asp?pf_id=223942
KV