Breed er væntanlegur leikur sem á að koma út minnir mig í febrúar eða júní 2003. Ég ætla aðeins að fjalla um leikinn, og skipti greininni upp í nokkra parta. Ég afsaka stafsetningarvillur fyrirfram.
–Sjálfur leikurinn–
Breed er spilaður frá 1. eða 3. sjónarhorni og notar sína eigin “Mercury” vél. Mercury notfærir sér nýjustu tæknina sem PC vélarnar hafa að bjóða. Grafíkin er flott og nákvæm, spilunin er smooth og gervigreindin hjá andstæðingum ásamt félögum þínum er þó nokkuð betri en í flestum leikjum. Einnig þá á að vera létt að modify-a vélina, sem býður upp á ótal mods (það eru nokkur sem eru í smiðum, en ég mun fjalla um það síðar). Andstæðingar þínir reyna að flanka (gera árás frá tveimur eða fleiri áttum), króa mann af, og notfæra sér faratæki. Breed skartar fullt af vopnum og faratækjum (bæði land og flug vélar). Vopnin eru alveg það týpíska (eitthvað fyrir alla). En það sem sker leikinn út frá öðrum leikjum er stærðin á honum. Þetta gerist í framtíðinni (2600), og geimskip spila stórann part af leiknum. Flest (ef ekki öll) borðin byrja á geimskipinu USC Darwin, og þarf spilarinn oftast að koma sér niður að jörðinni. Það sem fjölmiðlar hafa dáðst að er staðreyndin að það er enginn loading skjár sem kemur á þessarri leið niður sem gefur spilaranum algjörlega frjálsar hendur á þessarri leið. Einnig eru faratækin vel hönnuð. Til eru ýmsir skriðdrekar, jeppar, flugvélar og geimflaugar. Til að komast niður að yfirborði jarðar er (auðvitað) notað Dropship. Leikurinn er bara spilaður í einu borði, en það er jörðin. Hún hefur verið umformuð (útskýring á aðalsíðu hjá þeim).
Eins og ég benti á, þá eru nokkur mods á leiðinni (þótt að leikurinn sé ekki kominn út). Það þekktasta er Fallout: The Day of Reckoning. Eins og nafnið gefur til kynna, þá er þetta Fallout based mod. Í viðbót fyrir að vera frekar góð hugmynd, þá eru þó nokkrir Íslendingar að vinna að þessu (þótt að stjórnin sé frá Ástralíu). Ég mæli eindregið með því að fólk skoði þetta.
–“Hlekkir” (links)–
Official síðan
http://www.breedgame.com/
Breedplayers er sniðug síða með aktívum forums (ma. forum fyrir F:TDOR)
http://www.Breedplayers.com
Síðan að lokum, hlekkur að F:TDOR síðunni
http://www.clanamf.com/ftdor
Þakka fyrir tímann