Innblástur og/eða heimild frá http://www.fairplay-campaign.co.uk/
Ok, ég vona að þessi fyrirsögn hefur fangað einvherja athygli.
Ef þú ert löt/latur og nennir ekki að lesa þessa grein, gerðu amk þetta: Studdu góðan málstað, og kauptu ekki tölvuleik 1. til 8. desember
Nú er komið að lengri útgáfunni:
Það er sá sannleikur að nú til dags kosta tölvuleikir allt of mikið. Að kaupa leik fyrir 5000kr er fáránlegt, þar sem að þetta verð gæti verið lækkað um þó nokkuð. Leikjamarkaðurinn er bókstaflega að nauðga peningum okkar, og getur ekki hætt að plokka hverja krónu af okkur.
Ef þú ert ekki ennþá sammála mér að verðið sé of hátt, haltu þá endinlega áfram að lesa!
Mjög margir developers eru sammála mér, þar á meðal Peter Molyneux (aðalpaurinn bakvið Black & White). Þeir hafa talað um að verðin ættu frekar að vera í kringum 2500-2800kr.
Ok, núna eru margir líklega að hugsa útí það hversu mikið það kostar að framleiða leiki. Það breytir ENGU! Þótt að það geti kostað 10-30 miljónir á dag að búa til leik, þá kostar varla krónu að fjöldaframleiða diskanna. Staðreyndin er sú að rúmlega 92% af öllum leikjum skila að sér tapi. Síðan má líka líta á að um tíma voru lækkuð verðin á PSX leikjum niður í 3000kr. Síðan SKYNDILEGA fóru sölurnar að tvöfaldast, og PSX varð mun vinsælari. En auðvitað voru gaurarnir bakvið lækkunina nógu heimskir til að hækka verðið um aðeins 500-1000kr, og sölurnar stórlækkuðu í kjölfari.
En það er líka bara fáránlegt hversu hlutfallslega miklu meira leikir kosta meðað við td. DVD diska, eða geisladiska. Afhverju er þetta? Þeir sem standa bakvið að selja þetta allt segja að geisladiskar hafi hreinlega meiri tíðni á að seljast. En þetta þarf ekki að vera svona! Útgefendur leikja réttlæta þetta verð með því að ekki nógu margir kaupi leikina. Þetta er lélegustu rök sem ég hef heyrt. Svona fáir kaupa leiki VEGNA ÞESS hversu dýrir þeir eru. Það er aðalástæðan fyrir því að svona margir eru að fá sér leiki í gegnum warez, ircið og aðra eins miðla.
Ekki ennþá sannfærð(ur)? Ég er ekki ennþá búinn.
Td. myndin Blair witch Project kostaði varla 10 miljónir að búa til, en það kostaði bara venjulegt inn í bíó. En síðan lítur maður á mynd á borð við Lord of the Rings (sem var btw. mjög dýr að búa til). Það kostar ekkert meira inn á bíó þótt að myndin hafi verið dýr í framleiðslu. Hversvegna erum við þá að leyfa leikjamarkaðinum að ráða verðinu? Þegar að margir kaupa DVD myndir (sem kosta tæplega helmingi minna en leikir) þá eru fleiri viljugir til að kaupa mynd á 2300kr með aðeins meðmælum frá vini. En með leiki, þá vill enginn hætta á það.
Eftir þennan lestur, þá ertu vonandi sammála mér (ef ekki, þá ertu thurs leikjaframleiðslunar). Ég meina hver væri ekki til í það að eyða helmingi minni klinki í næsta leikinn sem er keyptur? Rannsóknir hafa sýnt fram á það að flestir leikir eru keyptir í kringum jólin. Og hver er besta leiðin til að fá leikjaframleiðendur til að taka eftir okkar skoðunum? Það er auðvitað að taka í burtu það sem er kærast þeim: peningum! Fairplay samtökin hafa verið að berjast fyrir lægri verðum, og ætla að standa fyrir því að ekki kaupa leiki 1. til 8. desember. Ég vona að mínir landsmenn muna standa með því, og hjálpa hinum frjálsa leikja heimi og styðja góðan málstað. Þið megið alveg kaupa leiki 30. nóvember, eða 9. desember. Bara ekki 1. til 8. desember. Þetta mun sýna fram á fyrir leikjaframleiðundum að við getum mótmælt, og mun vonandi hræra uppí málum hjá þeim. Lægra verð=fleiri kaup=meira en nóg til að gera upp mismunin, jafnvel skila inn meiri pening.
Ef bara nógu margir geta haldið sig, þá getur þetta amk. skilað verðlækkun um 500-1000kr. Hugsaðu um þetta næst þegar að þú kaupir leik.
ps. fyrir viðtal við Peter Molyneux, checkaðu þá út þennan url: http://www.fairplay-campaign.co.uk/opinion2.htm
pps. fyrirgefið stafsetninguna, ég sökka í íslensku!