Planetside Þeir hjá Sony eru að framleiða leik fyrir PC sem heitir Planetside og verður örugglega fyrsti vel heppnaði MMOFPS (Massive Multiplayer Online First Person Shooting) leikurinn. Þeir sem ekki vita það þá er það fjölspilunarskotleikur eins og Counter-Strike og Unreal nema að maður spilar á stórum leikjaþjónum hjá Sony sem eru opnir allan sólarhringinn og þúsundir manna spila á, ekki ósvipað og MMORPG (Massive Multiplayer Online Roleplaying Game) leikirnir sem eru vinsælir um þessar mundir s.s. Everquest og Dark Ages of Camelot nema hann byggir á hasar. Massive Multiplayer leikir verða sífellt vinsælli og er líka verið að gera geim-strategy leiki og má búast við mikilli þróun á þeim leikjum næstu ár.

Planetside gerist í framtíðinni á plánetu sem er langt í burtu frá jörðinni en ormagönginn sem liggja þangað hafa lokast og þrjú veldi berjast um völd þar.
Þegar maður gerir persónu í byrjun er það eina sem maður velur er hvaða veldi maður berst fyrir. Allir menn þínir á þeim server (hægt er að hafa 5 menn á hverjum server) verða að fylgja því veldi og því verður ekki breytt. Það er lítið sem skilur veldin í sundur fyrir utan útlit og örfá vopn og farartæki. Persónan manns safnar svo stigum þegar hún drepur aðra eða nær stöðvum af hinum liðunum og eru þau tvenns konar. Annars eru það Vocation Points sem allir fá og hægt er að nota þau til að bæta við hæfileika sína (skills) eða kaupa sér leyfi (certifacations) á hin ýmsu farartæki, vopn og brynjur. Hin heita Command Points og eru fyrir þá sem vilja þjálfa sig í að stjórna herdeildum.
Hægt er að þjálfa sig sétstaklega í einhverju ákveðnu svo sem hjúkrun (medic) og tölvuinnbrotum (hacker), það seinna til að ná stöðvum af óvininum eða stela faratækjum af þeim. Hægt er að dreifa þjálfun sinni en maður endar alltaf með að sérhæfa sig eitthvað því ekki er hægt að læra allt. Hins vegar er hægt að aflæra aftur svo maður festist ekki sem eitthvað sem manni langar ekki að spila.
Það verða um 15 tegundir af farartækjum í leiknum, allt frá litlum buggy bílum uppí stór dropship sem geta innihaldið 11 manns og léttan skriðdreka. Sum faratæki þurfa nauðsynlega að hafa fleiri en einn mann innanborðs til að virka almennilega (driver og gunner fyrir stærri tanka). Dæmi um faratæki sem mér skilst að séu í leiknum: Buggy (2 manna með vélbyssu), 3 tegundir skriðdreka (Light, Medium og Heavy) könnunarþyrlur (Recon Copter) og Dropship.
Nóg er af vopnum í leiknum og verða menn stundum að hafa leyfi til að nota sum þeirra. Sum vopn er aðeins leyfð fyrir eitt ákveðið veldi. Það eru allt frá návígsvopnum uppí sprengjuvörpur (hér er ég náttúrulega ekki að tala um vopn sem eru á farartækjum). Það eru leyniskytturiflar (sniper), SMG, assault rifles, grenade launcher, minigun, rockets(bæði stýrðar og “dumb”), hnífar, haglabyssur og ýmis sérvopn þar af auki (s.s. assault rifle með mini rocket launcher). Þessi vopn nýta sér ýmist skot eða rafmagn til að valda skaða.
Veldin 3 sem hægt er að velja eru: Terran Republic sem eru þeir sem vilja ennþá halda dyggð við stjörnvöld á jörðinni. New Conglomerate sem vilja stofna sitt eigin lýðræði á þessari plánetu og síðan Vanu Sovereignty sem vilja stofna einræði og nýta sér alla geimverutæknina á plánetunni.
Þar af auki eru ígræðslur sem gefa ýmsa bónusa og stöðvar sem maður nær gefa líka bónusa þar af auki s.s. læknastöð gerir það auðveldara að lækna fólk. Dauði veldur ekki að maður tapi stigum en maður tapar búnaði og endurvaknar aftur á seinustu stöð sem maður tengdi sig við þannig að það getur verið vesen að koma sér til baka. Landsvæði eru stór og skipt í heimsálfur. Grafíkin þykir mér mjög flott og ótrúlegt hvað gróður er flottur í þessum leik miðað við hvað hann getur oft farið illa í svona leikjum.
Það þýðir ekki að vera með neinn aumingja ef maður ætlar að spila þennan leik og er talað um að maður þarfnist: 1Ghz örgjörva, allavega Geforce 2 64mb kort, 512mb innra minni (eru að reyna að lækka það) og helst breiðbands tengingu (en það er hægt að nota 56k mótald).
Þeir sem ekki eru góðir viðbragðsspilarar (tweak gamers) eiga samt að geta spilað þennan leik og geta þá sérhæft sig í öðru t.d. medic, hackers eða pilots.

Ég held að Sony hafi fyrst kynnt þennan leik á E3 hátíðinni í vor og þá sögðu þeir að hann mundi af öllum líkum koma út í vor 2003. Þá er spurn hvort að það stenst (yeah right). Hann er að fara í lokað beta test á næstunni og verður síðan opið beta eftir það. Þeir sem lesa þessa grein fá líklega á tilfinninguna að þetta sé geðveikt góður leikur en passa sig að vera ekki of bjartsýn því þá verðiði fyrir vonbrigðum (það bara gerist alltaf). Leikur sem er þetta stór hlítur að hafa ýmsa ókosti.

Hér er opinber heimasíða leiksins

http://planetside.station.sony.com/

Ef það er eitthvað sem ég gleymdi að nefna þá endilega að bæta því við eða spurja, ég reyni að svara sem flestu. Ekki fara eitthvað að æsa ykkur yfir því hvað ég íslenska mikið, hafið bara gaman af því.


Og ó já, það þarf að borga mánaðarlegt gjald.
“Where is the Bathroom?” “What room?”