GIANTS: Citizen Kabuto [PC] Giants er einn frumlegasti leikur sem ég hef spilað og ætla ég að reyna miðla hér reynslu minni og persónulegum skoðunum um hann.


Titill: Giants Citizen Kabuto
Hönnuðir: Planetmoon Studios
Útgefendur: Interplay

Giants er fyrir PC og PS2 tölvur og byggist þessi umsögn á PC útgáfunni sem að ég kláraði ekki fyrir svö löngu. Giants leikur er hugsanlega á leiðinni í XBox tölvuna og kallast verkefnið Giants X.



Saga:

Leikurinn segir sögu véldrengra (Meccs) þeirra Tel, Baz og Reg sem brotlenda á óþekktri plánetu á leið sinni til sólbaða plánetunar Majorca (Planet Majorca). Á plánetunni óþekktu flækjast þeir inn í stríð óvinveittra sjó riðlara (Sea Reapers) á hendur varnarlausra lítilla stórhöfða geimvera, smádrengja (Smarties).

Véldrengirnir fræknu taka auðvitað hlið forljótu varnarlausu smádrengjanna og heyja bardaga við sjó riðlarana og fylgifyska (Rippers) þeirra og inn í það blandast ýmsar fígúrur. Til dæmis bardaga smádrengurinn mikli (Samurai Smartie), dóttir sjó riðlaradrottingarinnar illu hún Delphi og síðast en alls ekki síst ógurlega risa-skrýmslið Kabuto.

Spilun:

Spilun leiksins er hröð og fjölbreytt. Spilandi spilar í gegnum þrjú kyn, fyrst véldrengina svo Delphi og loks risakvikyndið Kabuto. Hægt er að spila í þriðju og fyrstu persónu í öllum kynjum og hafa þau alla sérstaka hæfileika og galla. Spilunartími er rúmlega 25 klukkustundir án fjölspilunar.

Véldrengir bera svifpakka (jetpack) sem gera þeim kleyft að fljúga stuttar vegaleingdir og þeir höndla fjöldan allan af vopnum frá geislabyssu upp í fylgi-skeyta-eldflauga-byssu. Þeir meiga ekki koma nálægt djúpu vatni án þess að vera étnir af illum mannætu fiskum (pirana?).

Er líða fer á leikinn á spilandi að smíða bækistöð fyrir véldrengina og notar hann smádrengi til starfsins í staðin gefur hann þeim fæði. Að byggja stöð er einn skemmtilegasti möguleiki leiksins. Hægt er að láta smíða varnarveggi, varnarbyssur og hvað eina, jafnvel þyrlupalla.

Delphi hefur sérstakan hæfileika til að ferðast með galdrakrafti sem togar hana að svæðinu sem spilandi velur, einnig ólíkt véldrengjunum og Kabuto, getur hún synt í öllu vatni og við það læknast hún af öllum sárum sem hún getur hafa fengið í hita leiksins. Hún ber sveðju sem aðalvopn og notar boga og örvar til aðstoðar. Allt frá venjulegum tréörvum upp í rammgaldraðar eltiskeytaörvar (homing arrows).

Delphi hefur eins og véldrengir kost á að smíða sér bækistöð með hjálp smádrengjanna gegn fæði. Varnarveggi, varnarbyssur og meira að segja svifhnökkva.

Kabuto ferðast eingöngu fótgangandi, en það þýðir sko ekki að hann sé lengi að ferðast. Ó, nei hann er reyndar mjög snöggur í sporunum enda gífurlegur að stærð. Hann getur gengið, hlaupið og stokkið langt. Kabuto notar líkama sinn sem vopn, hann trampar á óvinum, sparkar þeim, étur þá fyrir orkufyllingu og hvað eina.

Kabuto getur ekki byggt sér bækistöð enda engin þörf á því fyrir hann. En í staðinn étur hann svokallaða vonda smádrengi (Evil Smarties) og stækkar fyrir vikið. Einnig getur hann átt afsprengi sem hann stjórnar af villd.

Hljóð:

Hljóðin og tónlistin í Giants hljóma mjög vel. Talsetning er einstaklega góð sérstaklega hjá véldrengjunum sem tala með skemmtilegum breskum hreim. Hrein snilld á köflum.



Grafík:

Grafíkin í Giants er vægast sagt mjög góð. Leikurinn keyrir í fullri þrívídd og notar T&L (Transform & Lightning) og “Bump mapped” áferði (textures). Stór og opin landsvæði í litarfullu umhverfi. Mjög góð lýsing, t.d. ef þú horfir í sólina þá myndast svokallað “glare”. Geta má þess að sérstök útgáfa af Giant fylgdi með nokkrum tegundum Geforce 3 skjákorta á sínum tíma vegna flottrar grafíkar leiksins.


Niðurstaða:

Giants er frumlegur, fallegur og fyndinn leikur sem hljómar vel í þokkabót.
Mortal men doomed to die!