Eru leikir fyrir pc tölvur alveg að detta út ? 'eg hef verið að spá í þessu lengi hvort að PS2 og allar þessar litlu leikjatölvur séu alveg að slá út pc tölvunum í leikjum. Ég hef t.d. verið að fylgjast með þættinum Game Tíví og þegar að maður fylgist með honum þá eru þetta mest allt leikir fyrir PS2 eða einhverja aðra leikjatölvur, það kemur einstaka sinnum að það kemur leikur sem að er fyrir PC. Meðan að maður er að horfa á einhverja þætti er maður að bíða eftir einhverjum spennandi leik sem að kemur út fyrir PC ekki bara PS2 eða eitthvað annað. Mér persónulega finnst þetta bara lélegt hjá öllum þessum leikjaframleiðendum að þeir skulu ekki gefa leikina út fyrir PC. Hvað finnst ykkur um þetta ? Endilega segið álit ykkar.
Kv. djofull