Orkar eftir 100.000 ár? Breskur þróunarfræðingur, Oliver Curry, spáir því að mannkynið muni skiptast í tvær undirtegundir á næstu 100.000 árum. Annars vegar verði fólk hávaxið, grannt, hraust, gáfað og skapandi en hins vegar óæðri tegund manna sem verði ekki eins greind en það fólk verði ófrítt og kubbslegt. Reynist þessi spá rétt má búast við því að jarðarbúar verði annað hvort greindir risar eða heimskir púkar.

Curry eyddi tveimur mánuðum í þessa rannsókn sína. Hann spáir því að á næstu þúsund árum muni mannskepnan þróast í það að vera kaffibrúnir slánar, um 180 - 210 sm á hæð. En þar sem fólk velji sér maka sé líklegt að fólk muni þróast í tvær áttir, fíngert fólk og grófgert.

Þannig verði mannkynið skipt í tvær ólíkar tegundir, önnur muni hafa alla jákvæða eiginleika manna en hin alla þá neikvæðu. Þá muni kynþættir mást út og allir verða með svipaðan hörundslit. Sky segir frá þessu.

Jæja það mætti halda að Orkar væru bara að verða til og ég verð að segja að mér finsnt það alveg magnað þar sem ég verð dauður :D

Svalt eða? Og ég ég c/p þetta beint frá mbl.is en linkinn má finna hér : http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1229126
acrosstheuniverse