Ljóða og söngvasafn úr Silmerilnum
Ljóð og söngvar eftir Tolkien sjálfan. Þó í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensens.
Leþínarlag; Lag sungið um það þegar að Finnráð Felagundur, Beren og tíu fylgdarmenn þeirra dúlbúnir sem orkar voru færðir fyrir Sauroni. Þar sem að honum fannst skrítið að “fylgismenn” Morgoths færu svo geist yfir land hans – Taur-nu-Fuins eða Hryllingskuggalands, og gæfu engar skýrslur; eins og öllum fylgismönnum Morgoths var skylda að gera. Þegar þeir voru færðir fyrir Sauron fór fram kvæðakeppni milli Saurons og Felagundur sem lýst er í söngnum:
Þar myrkravaldur galdur sinn gól
sem gallbeiskar lygar í sér fól,
með sverðalögum úr svikabrögðum
og sívirðilegum gildrum lögðum.
En Felagundur þar stæltur stóð,
storkandi horfði hann og kvað sinn óð,
með drengilegum dáðum hann varðist,
í dauðans greipum hraustlega barðist.
Hann boðaði öllum betri tíð
með blessun frelsins ár og síð.
Hann hélt fram úr sígildum réttlætisrökum
og ræddi um kærleikann mælskutökum.
Allar dýflissur dauðans opna skal,
látum dagsljósið skína í fanganna sal,
afnemum bölvun og brjótum hlekki,
banaráð, sviksemi viðgangast ekki.
Í töluðum orðum tekist var á
og trylltir þeir sveifuðumst til og frá.
Vel tókst á fluginu Felagundi
fegurð að lýsa í álfalundi.
Þá var sem hann næmi úr Nargóþrán
náttgalakliðinn óma í nánd,
og alsælugleði úr ódáinslöndum
frá Eldamars glitrandi perluströndum.
En allt í einu syrtir þá að
af ógæfuverki sem átti sér stað,
þá bregður upp minning af bræðramorðum,
þegar blóðið flaut í Valinór forðum,
þeir sigldu með bölvun í bæði skaut,
um bölvun þessa nú Finnráður hnaut.
Og þannig að Saurons fótskör hann fellur
og forlagadómurinn yfir hann skellur.
Minnast má á að Sauron reif gervin af mönnunum og varpaði þeim í dýflissu sína.
Ljóð þetta kvað Beren til dýrðar Lúþíenar við skilnað hans við hana en hún kom aftur til hans eftir að hún hafði heyrt ljóðið í fjarska:
Ó, hjartkær jörð með himinsýn
ég hverf á brott þér frá.
Ó, sólin björt ég sakna þín
en súta það ekki má.
Þótt veröld öll í voða rati
og vindar moli fjöllin há,
tilverunni tíminn glati
og heimur hrapi í heljargjá,
aldrei ég gleymi þeim gleðifundi
glitrandi er hana ég sá,
í döggvotum draumalundi
dansandi Lúþíen lipurtá.
acrosstheuniverse