The Witch-King Hér má sjá einn svalasta gaur í myndunum, The Witch King of Angmar (einnig þekktur sem Nornakóngurinn).

“King of Angmar long ago, Sorcerer, Ringwraith, Lord of the Nazgûl, a spear of terror in the hand of Sauron, shadow of despair.”
—Gandalf
Eins og margir ættu að vita, þá var hann einn af 9 nazgulunum, þjónum Saurons. Hann var helsti þjónn Saurons og barðist fyrir hann í mörgum stórum orrustum s.s. Hinsta bandalag manna og álfa árið 3434 á annari öld þar sem Sauron var sigraður. Þegar Sauron sneri aftur, þá settust nazgularnir að í Minas Morgul, en áður höfðu þeir verið í Dol Guldur.

Þegar hringjarstríðið hófst, þá riðu þeir 9 nazgular alla leið frá Mordir til Héraðs í leit Fróða nokkurn Bagga, til að finna hringinn. Þeir eltu þá í litla þorpið Bree, en fundu hvorki hringinn né hobbitann. Nazgularnir fundu svo hobbitana og Aragorn á Weathertop, þar sem Fróði var stunginn af Nornakonungnum.

Þegar stóra stríðið í Gondor hófst þá var Nornakóngurinn enn á ferð sinni, og leiddi her Mordor til orrustu í Gondor, en þar var hann drepinn að lokum. Hann lést í bardaga við Eowyn, skjaldarmær Rohan. Spádómur álfsins Glorfiendels rættist að lokum, þar sem hann sagði að Nornakonungurinn skyldi ekki deyja af völdum “manns”.
“Begone, foul dwimmerlaik, lord of carrion! Leave the dead in peace!”
“Come not between the Nazgul and his prey! Or he will not slay thee in thy turn. He will bear thee away to the houses of lamentation, beyond all darkness, where thy flesh shall be devoured, and thy shrivelled mind be left naked to the Lidless Eye.”
“Do what you will, but I will hinder it, if I may.”
“Hinder me? Thou fool. No living man may hinder me!”
“But no living man am I! You look upon a woman. Éowyn I am, Eomund's daughter. You stand between me and my lord and kin. Begone, if you be not deathless! For living or dark undead, I will smite you, if you touch him.”

Aðeins 10 dögum eftir dauða Nornakonungsins náði hobittinn Fróði að lokum, að eyða hringnum, sem leiddi til dauða Saurons.

Ákvað að gera stuttan lestur fyrir ykkur sem hafið áhuga, það hefur ekki mikið komið inná þetta áhugamál í dáldinn tíma.