Ótrúlegt, kominn heill dagur og það er engin farinn að rífast um hvort að Balroggar séu með vængi eða ekki. Ætli Peter Jackson hafi gefið öllum þessa mynd af Balroggum, s.s. með vængi.
Það er ekki vitað, og er eitt af aðal deilu málum um bækur Tolkiens, hvort að þeir hafi verið með vængi eða ekki. Mæli með því að lesa http://www.glyphweb.com/arda/b/balrogs.html til þess að fræðast um þetta, þarna eru fullt af rökum bæði með og á móti.
Persónulega finnst mér að þeir hafi ekki verið með vængi, en hafi einungis látið skuggann í kringum sig mótast eins og vængi eða hulu kringum sig.
“His enemy halted again, facing him, and the shadow about it reached out like two vast wings.” (…) “…suddenly it drew itself up to a great height, and its wings were spread from wall to wall…” The Lord of the Rings II 5 “The Bridge of Khazad-dûm”
Já? S.s. skugginn var eins og 2 gríðarstórir vængir og svo náðu þessir tveir gríðarstóru “vængir” veggjanna á milli. Sem er nánast ómögulegt, þar sem þessir veggir áttu víst að vera ansi langt frá hvorum öðrum, man ekki nákvæmlega hve langt.
já veistu það er bara mikið líklegra að hann hafi ekki verið með vængi vegna þess t.d. að bæði glorfindel og gandalfur drápu balrogga með því að kastast með þeim niður í gjá, þar hefði a.m.k. annar þeirra átt að nota þessa risa vængi
en í LotR mynd Peter Jacksons þá er hann með vænti en þeir eru bara bein, það er ekkert skinn til þess að bera balroggann, svo að hann var með vængi, gat bara ekki notað þá
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..