Þetta er án efa, flottasta mynd af Gandalf og Balroggnum sem ég hef nokkurn tíman séð. Hann lætur vængina vera eins og skugga, en þó eru þeir sýnilegir svo að þeir gætu verið alvöru vængir. Frábær mynd eins og allar myndir eftir John Howe.
Þess má geta að hana er að finna í bókinni Hugarlendur Tolkiens, en sú bók er samansafn af listaverkum eftir þekkta listamenn sem túlka sögur Tolkiens í myndum. Hágæða bók, mjög áhugaverð og flott listaverk í henni.
Ég fékk hana á einhverjum rýmingarmarkaði í pennanum í byrjun árs 2004
Þetta er einmitt það sem var verið að rífast um með balroggunum, þegar var verið að segja að hann væri með vængi eða ekki. Peter Jackson kaus að reyna að gera flesta eftir myndum Alan Lee og Jhon Howe sem eru mest að mála af LotR.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..