Hérna er skemmtilegt myndbrot úr tölvuleiknum Bored of the Rings sem var framleiddur af Delta Software árið 1986. Eins og þið sjáið er ekki mikið púður lagt í Brý og Hérað hvað varðar útlitið, en þó er hægt að hafa nokkuð gaman að þessum leik. Ætli þetta standist samanburð við nýju tölvuleikina um Hringadróttinssögu?