Vegna þess að þótt þeir séu persónur, þá er varla hægt að tala um þá sem skemmtilegar persónur því maður veit ekkert um persónur þeirra…þeir eru fyrrum veikgeðja konungar manna sem fengu máttarhringana í hendur, og breyttust þannig í illar verur sem leita uppi hringinn eina fyrir Sauron og finna fyrir nærveru hans. En ég veit ekki til þess að hægt sé að fjalla um þá sem ‘skemmtilegar persónur’, þar sem að lítið meira er fjallað um persónur þeirra…það er varla hægt að skrifa um þá: “Já og einn þeirra er einstaklega skapmikill og fljótfær en þó ágætur inni við beinið, hann hefur áhuga á að vera á hestbaki og skylmingum…”
Það var nú bara þannig smámunasemi sem var í mér, að mér finnst varla hægt að fjalla um Nasghúlana sem skemmtilegar persónur þar sem að það er lítið sem ekkert fjallað um persónuleika þeirra…mér fannst bara meira við hæfi að tala um þá sem fyrirbrigði eða e-ð slíkt.
Þú mátt ekki misskilja mig, og halda að ég hafi verið að meina að þeir væru ekki persónur eins og aðrir, mér fannst orðin skemmtilegar og persónur bara einhvernveginn ekki eiga beint við í þessu sambandi.
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'