Í rauninni finnst mér það nú allt í lagi ef satt er.
Það munu ekkert nema hörðustu aðdáendur vilja kaupa Gift Edition.
Og jafnvel ekki einu sinni þeir.
Ég hef til dæmis ekki neinn áhuga á Gift Edition nema kannski að pakkinn utan um er mjög flottur en það er ekki nóg til þess að ég vilji kaupa útgáfuna.
Það eina sem Gift Edition hefur framyfir Special Extended Edition er að það er einn auka DVD diskur, National Geographic “Beyond the Movie”, tvær Argonath styttur og Decipher kort.
Og þessi auka DVD diskur frá National Geographic hefur verið til í þónokkurn tíma og hann hefur fengið mjög slaka dóma. Þið getið lesið gagnrýni kaupenda á amazon.com. Hann inniheldur vissulega mikið af upplýsingum um Tolkien og bækur hans en þeir sem séð hafa hann segja hann endursegja efnið á lélegan hátt og oft undarleg tengsl búin til milli Tolkien og ýmissa hluta.<br><br><br><br>
———————————–
“And he that breaks a thing to find out what it is has left the path of wisdom.”
<br>
<IMG SRC="
http://www.simnet.is/hringur/hugi/banner.gif“ alt=”“ align=”left“> <a href=”
http://www.simnet.is/hringur">Íslenski LOTR vefurinn</a><br><b> íslenskur vefur tileinkaður Lord of the Rings-trílógíunni</b>
* Ítarlegar upplýsingar um kvikmyndirnar
* Upplýsingar um sögurnar
* Um Tolkien sjálfan